Ég var að spá í hvort að það væru einhverjir hér sem spila runescape. Ef svo er gefið ykkur fram. Ég heiti Sinzi á því.
Fyrir alla hina þá er ég hér með copy-paste-aðan gamlan kork eftir mig sem útskýrir margt um leikinn: Þetta er skemmtilegur onlina rpg leikur þar sem þú hittir marga aðra playera sem sitja fyrir framan sína tölvu. Þú getur trade-að við þá itemunum þínum, advanceað í levelum, hækkað skills (mining, smithing…) og barist við skrímsli. Einnig er hægt að berjast við aðra playera en aðeins í wilderness, þú veist þegar þú ferð þangað því þá færðu upp alert á miðjan skjáinn (fer ekki framhjá neinum). Einnig eru mörg quest sem hægt er að gera, safna mat handa bakara konungs, leitaðað galdra-sverði til að drepa demon sem vill eyða heilum bæ. Það er líka hægt bara að rúnta um eitthvert út í bláinn og vona að maður finni eitthvað gott, dýrt og verðmætt. Það er hægt að grafa eftir málmgrýti í þessum leik, bræða málminn úr því í plötur og smíða eitthvað úr plötunum (Longsword, shortsword…). Einnig eru til margir ólíkir málmar, tin og copper gera bronze (ekki hægt að gera tin plötur eða kopar plötur) iron, steel (hef aldrei fundið neitt svoleiðis), mithril og addamentinum. Það er hægt að drepa dýr og elda kjötið af þeim yfir báli, galdra með rúnum (runes), höggva tré og kveikja bál með drumbunum og margt, margt fleira.
Ég mæli með þessum leik og finnst hann mjög skemmtilegur. Hann spænir samt upp símreikningum og limitum svo að varið ykkur og ekki hanga yfir honum heilu dagana í senn.
Aaahhh, gleymdi víst einu. Netfangið er www.runescape.com og svo fariði í free game. Búið til nýtt account ef þið hafið ekki neitt fyrir.
………..ENJOY………….
BOOOOORIIIINGG!!!!!!!!!
Það er viðbjóðslega leiðinlegt að fara í gegnum æfingabúðirnar í byrjun en látið það ekki á ykkur fá því að þegar þið komist út úr þeim þá tekur alvaran og hið skemmtilega við. Lærið allt sem þið getið í æfingabúðunum…
Allir að prufa, þetta er mjööög skemmtilegur leikur.<br><br>wake my up before I kill myself
“Just because I´m paranoid it doesn´t mean that people aren´t still fallowing me”