Hvað er málið með tölvuleiki sem maður lánar?!? Ég lánaði BG1 og hvað gerist? Nú, auðvitað þegar ég fer inn í hann núna þá eru svona svæði í Candlekeep (hef ekkert farið út úr því enn) þar sem á kannski að vera gras eða e-ð en þá eru einhver svæði með bleikum, gulum, gráum, grænum og bláum litlum punktum en það sér ekki í gras. Ég er svo djöfullinn pirraður á því að maður lánar einhvern tölvuleik og þá er eins og hann eyðileggist og maður getur aldrei spilað hann rétt einhverra hluta vegna. Ég er að spá í að hætta algjörlega að hætta að lána tölvuleiki ef þetta gerist aftur. Það er spurning hvort þetta lagist…
En svo man ég eftir því að lána frænda mínum uppáhalds leikinn minn þegar ég var lítill, og viti menn, það gerðist e-ð þannig að ég gat aldrei nokkurn tímann spilað hann aftur.
Auðvitað eru ekki allir leikir svona, ég hef lánað NWN nokkrum sinnum og fleiri leiki sem ekkert kemur fyrir, en það eru þessir leikir sem að gera þetta sem spilla fyrir öllum hinum. Það er spurning hvort að þetta sé útaf illri meðferð en það fynnst mér frekar ólíklegt.
Noh, ég fór og kíkti á diskinn, viti menn, það voru svona litlir blettir á honum eins og þegar maður burstar tennurnar fyrir framan spegil með opinn muninn. Þetta er ég alls ekki ánægður með og mun lána þessum aðila fáa leiki upp frá þessu.<br><br>wake my up before I kill myself
“Just because I´m paranoid it doesn´t mean that people aren´t still fallowing me”