Hér fyrir neðan er svarið við spurningunni þinni skrifað árið 2001 af LIBRARIAN. Ég tók þetta bara beint úr greinasafninu á baldursgate síðuna hér á huga. Ef þú vilt sjá mynd af armornum skaltu fara í greinayfirlitið og velja einu sinni eða tvisvar næstu 15 greinar og flettir að grein með nafninu “Snilldarlegasti armor í heimi”.
Librarian skrifaði þessa grein og á þar af leiðandi allar þakkir skilið fyrir það.
prófaðu að skoða greinarnar í greinasafninu aðeins oftar :)
—————————————————————
Snilldarlegasti armor í heimi. (752)
Librarian, þann 24. nóvember 2001 - 17:12:41.
Hvern langar í brynju sem er með base ac -10?
Fyrir þá sem hafa ekki heyrt um þetta þá er hægt að fá svona armor í TOB.
ATH!! SPOILER ALERT.
Það eina sem þarf að gera er að útvega smiðnum í bænum þar sem munkaklaustrið er (man ekki hvað hún heitir) þrjá hluti sem hann þarf til að búa þessa brynju til.
Brynjan heitir því glæsilega nafni “Big Metal Unit” og hefur þá eiginleika að characterinn þinn lítur út eins og Iron eða Adamantium golem. Með því fylgir missile weapon sem heitir “Big Metal Rod” og hefur þrjár mismunandi gerðir af ammo. Þú færð þau öll með og eru þau: Frag Grenade, Pulse Ammunition og Scorcher Ammunition.
Þeir hlutir sem þú þarft að láta dverginn fá til að gera þetta fyrir þig eru Golden, Silver og Bronze Pantaloons.
Golden Pantaloons:
Þú færð þær alveg í byrjuninni á Baldur's Gate 1 í Friendly Arm inn. Það þarf bara að tala við nobleman á eihverri hæðinni og hann lætur þig fá þær til að þrífa þær. Þú getur skilað þeim aftur fyrir 100 exp :-). Ekki gera það, geymdu þær frekar alveg fram að enda leiksins. Þá flytjast þær yfir í BG2. Þú fynnur þær aftur bakvið myndina með gildrunni í fyrsta herberginu í fangelsinu hans Irenicusar. Herberið þar sem stendur eitthvað golem og liggja vopn á borðinu.
Silver Pantaloons:
Þegar maður er að þvælast í kirkjugarðinum í Athkatla kemur fyrir að það fara að heyrast einhver hljóð í einni gröfinni. Ef hún er opnuð kemur upp maður sem biður þig að finna gaur í rauðum slopp. Hann fynnst við SW endann á Bridge district. Þegar maður talar við hann hleypur hann inn í hús og er drepinn þar. Á efri hæðinni er kona sem gaurarnir voru búnir að ræna. Ekki sleppa henni. Fariði frekar og fáið ransom fyrir hana. Ransomið er Silver Pantaloons.
Bronze Pantaloons:
Í TOB í dýflissunni hjá bláa drekanum er eitt herbergi fullt af fljótandi augum (ekki beholder). Eftir að einhvern þvæling þar inni rekst maður á mage sem er með Geas scroll sem maður þarf. Hann biður þig að finna “Eye of a Gauth”. Characterunum þínum fynnst þetta eitthvað hrikalega aumingjalegt quest fyrir sig þar sem á þessu punkti ættu þeir að vera orðnir mjög öflugir. Lausn á því er safn af styttum þarna rétt hjá. Ef það er notað Stone to Flesh á þær breytast þær í low level adventurera sem finnst alveg frábært að fá svona quest fyrir 100 gp. Eftir að þú ert búinn að bíða eftir þeim í nokkra daga koma þeir aftur með augað og gefa þér líka Bronze Pantaloons. Það er líka frekar fyndin uppákoma þegar þeir koma aftur.
Njótið vel.
————————————————————–
<br><br>Such is life, full of surprises