Það veitir greinilega ekkert að því að leikmaður sem ég er, skrifi loks grein um BG á BG áhugamálinu. Þannig er að ég fékk lánaðan þennan leik númer eitt og er búinn að hanga í honum mér til dundurs. En nú er svo komið að ég sit fastur á einhverjum djöfli í Ulgoths Beard.
Þannig er að ég get klárað hann þegar að ég vill því að ég er kominn með grænt leyfi á Sarevok, en ég er með fíkn í betri vopn og verð hreinlega að fá einhver betri vopn ;)
Ég er búinn með Durlags tower og fékk þar hníf að nafni Soultaker ég ætla svo að fara í Ulgoths beard og kaupa þar vopn nema hvað að einhverjir djöfladýrkenndur stela af mér hnífnum og ætla að endulífga Djöful líkan honum vonda. Allt í lagi ég ætla að fara og ná í þennan hníf nema hvað að þeir lífga djöfulinn við og ég er búinn að ná að drepa hann einu sinni en það er ekki nóg því að hann tekur bólfestu í líkama annars “cultmembers” og lífgast við jæja þá þarf ég að drepa hann aftur sem mér hefur ekki tekist.
Það sem djöfsi gerir en að hann paralysar og lætur dying á mig ég get tafið þetta en næ samt ekki að vinna hann. Því að hann er jú með klær og öflugar hendur til að geta tætt í sundur brynvarðan skriðdreka.
Ég er búinn að summona fullt af skrímslum til að tefja á meðan að ég reyni að drepa Cultmembers svo að hann endurlífgist ekki. En það er bara ekki nóg.
Það fyndna við þetta er að ég hef getað drepið æðstaprestinn áður en hann hefur getað summonað djöfsa en þá fæ ég ekki daggerinn og dvergfíflið segir mér að ég verði að stöðva þá áður en þeir gera það, sem ég gerði en það er því miður ekki gert grein fyrir þessu í leiknum.
Einhverjar hugmyndir.. *HJÁLP*
p.s. þetta er með swordcoast viðbótinni.