Endilega segið mér hvað ykkur finnst og hvað ég má bæta í minni frásagnarlist.
Saga of the Monk
“Hmm… rosalega blæðir þessum orka mikið skrýtið að honum hafi ekki blætt út nú þegar”. Sagði munkurinn Radakk við sjálfan sig. Hann var hávaxinn og mjór andlitið sýndi mikla ákveðni og festu hann var mjög sterkbyggður og vöðvamikill klæddur í mjög víðar buxur var ber að ofan og var með leðurhlífar um hendurnar hausinn var alveg rakaður fyrir utann sítt svart tagl, hann bar einnig tvær gama* í belti um mittið á sér ásamt nokkrum kaststjörnum semsagt vel undirbúinn fyrir orka veiðar. Hann var búinn að elta þennan Ork í meira en hálfann dag, hann hafði ráðist á ferðamannalest fyrir heilum degi en það var sannkallað fjöldamorð hann og þrír aðrir orkar höfðu drepið nær allt fólkið í lestinni nema fáeinar manneskjur sem voru flestallar særðar og tvo menn sem höfðu drepið hina orkanna. Radakk rakst svo á þau á leið sinni og þau sögðu honum hvað hafði gerst og svo þarna var hann á orkaveiðum. Eftir að hafa skokkað nokkurn spöl kom hann auga á Orkinn, hann gekk hægt eftir veginum og þótt að hann væri særður á fæti virtist það ekki há honum mikið. “Hei þú stoppaðu”. Sagði Radakk orkinn snéri sér við starði í augun á Radakk og spretti svo af stað til Radakks með háu öskri veifandi stórri bardaga exi sem virtist nógu stór til að kljúfa heilan risa í tvennt án tiltörulegra vandræða. “Hann hefur greinilega ekki étið morgunmatinn sinn”. Sagði Raddak við sjálfan sig og tók á rás á móti Orkananum. Þegar þeir mættust á fullri ferð hjó orkinn með sinni massívu exi og reyndi að höggva munkinn í tvennt en Radakk stökk hátt upp í loftið og lenti bakvið Orkann og sparkað svo fast í bakið á honum að hann flaug áfram og datt með andlitið oní jörðina. Orkinn stóð upp og öskraði brjálæðislega, Radakk sá að augun hans voru blóðhlaupinn og hann froðufelldi eins og hann væri með hundaæði. Þá kom Orkinn með högg ofanfrá Radakk rúllaði sér frá og hjó með gamanu í vinstri hendi og svo með hægri meðan, orkinn vék sér frá fyrri sveifluni en náði ekki að víkja sér frá seinna högginu og fékk sár á kinnina, fokreiður sló hann Radakk í hausinn með hnefanum svo hann flaug nokkra metra aftur á bak. Kattfimi munkurinn stökk strax upp og þrátt fyrir að hann verkjaði ógurlega í kjálkan og svimaði ógurlega gerði áralöng þjálfun honum kleift að útiloka sársaukan. Hann brosti þá til Orksinns sem varð bara ennþá reiðari fyrir vikið og lét alla skynsemi á hilluna Brunaði til Radakks og reyndi að keyra munkinn niður. Radakk tók heljarstökk yfir hann lenti fimlega, tók upp tvær kaststjörnur og kastaði þeim í bakið á Orkanum. Við það vældi hann
ógurlega, féll niður á hnén, reis svo hægt upp öskraði brjálæðislega hljóp beint á raddakk. Raddakk stökk frá til hliðar tók þá upp kaststjörnu um og kastaði henni í orkann og flaug hún beint í hálsinn á honum og datt þá fimi munkurinn á jörðina.
Orkinn starði tómum augum á Raddakk datt svo niður fyrir framann sig steindauður.
Munkurinn reys upp hægt og tók rólega upp kaststjörnunar sínar þurkaði blóðið úr þeim í grasinu og gekk burtu sömu leið og hann kom.
*gama = japönsk sigð með beinu löngu skafti og stuttu eineggja blaði sem snýr 90 gráður frá skaftinu með smá sveigju. bara segja ykkur ef þið vitið ekki hvað það e
“It is preferable not to travel with a dead man.”