Hér kemur þriðji parturinn af krossferð minni gegnum Sverð Ströndina í Gleymdu Vettvöngunum.

Eftir átakamikla nótt á Vinarlega Handarhótelinu héldu við á efri hæðir byggingarinnar. Við gengum inní eitt herbergið, þar stóð maður, vel að sér kominn og vel klæddur, og spurði hvað ég væri að gera þarna. Ég sagði við hann “Ég er að fara kanna skápa þína og hjálpa sjálfum mér að verðmætum þínum ef þér væri sama” og hann rak mig útúr herberginu á staðnum. Ég gekk inní herbergi eftir herbergi, þegar ég kom að einu herbergi með konu eða karl, veit það ekki bæði kynin eru nefnilega alskeggjuð og með bringuhár, dverg. Hann/hún/það spurði mig hvort ég væri til í að hjálpa sér, ég ákvað að reyna hjálpa honum/henni/því að ná einhverju galdravættu belti. Ég hugsaði mig um en ákvað að taka þessu þegar það var rætt um fundarlaun. Ég heyrði ekki meir en orðið “Fundarlaun” þá rauk ég af stað í leit af þessu. Ég gekk áðurfarnan veg en tók skyndilega beyju útí skóginn. Eftir smá rölt þá sá ég lítinn úlf sem ætlaðist til að gera mér einhvers meins, en um leið og hann stökk að mér… þá var hann jafnaður við jörðu. Ekki mikil átök þar. Ekki leið á löngu þangað til að við fundum beltið, öllu heldur fann það okkur. Við sáum það á einum kvenkyns jötni(Ogre). Hann ætlaði að mölva okkur mélinu smærra, en ég hélt sko ekki! Það varð blóðug átök þarna. Ég, ÉgHeyra, HvaðaLýð og Montrass réðums í nágvíg, en Iðunn og Kexar stóðu aðeins spölkorn frá. Við vorum ekki langt frá sigri þegar jötuninn sveiflaði kylfunni og negldi Montrassinum ofaní jörðina, hann var úr leik. Við þetta heyrðist baráttu öskur frá Kexari og hann réðst í nágvíg og viti menn, hann slátraði honum á staðnum. Ég gramsaði á líkinu og fann 2 belti. Ég var ekki viss hvor beltið var hið rétta. Þannig að ég ákvað að smella einu á Kexar, það gat ekki gerst neitt verra fyrir hann, ófríðleikinn skein af honum. Það ótrúlega sem skeði var það að hann breyttist í ýgurfagran kvennmann. Þá var nú hlegið dátt af Kexar í smátíma, en við ákváðum að taka það af síðan. En viti menn, það var pikkfast! Það var tekið almennilega á en það var fast. Þannig að það var ákveðið að skilja þetta eftir á honum(henni) við mikil mótmæli Kexars. Ég hugsaði mig tvisvar um að skila beltinu, & ákvað að lokum að halda því þar sem ég náði því af jötninum. Við héldum áfram suður, ég, Iðunn, Kexar, ÉgHeyra og Hvaðalýð. Það leið ekki að löngu þangað til að ég sá að stigamenn fjölmennuðu rétt fyrir framan okkur. Þarna stóðu þeir, 3 stigamenn undirbúnir til orrustu, eins og þeir gerðu að lokum. Ég gerði þá að auðveldu viðfangsefni og slátraði þeim á staðnum eins og litlum sætum lömbum á leið í sláturhús. Þar héldu við áfram til Berjagjótu(Beregost).

Við höfðum varla stigið fæti innan borgamarkanna þegar einhver gamall karl gékk að mér og spurði hvort hann gæti aðstoðað mig. Ég var fljótur að leyfa honum að tala við sverðið mitt, en hann hljóp í burtu skræfan! Við röltum um bæinn og sáum að þorpsbúarnir voru hræddir. Ekki leið að löngu fyrren við hittum ungann mann að nafni Girðir(Garrick). Hann spurði hvort við værum til í að gera svolítið fyrir húsbónda sinn, ég samþykkti og hann leiddi mig og hinn stórfríða hóp minn til Sylgju(Silke). Hún bauð mér 300 gullpeninga ef ég myndi buffa einhverja þorpara. Ég samþykkti og þorpararnir komu á ásettum tíma. Svo virtist á samtalinu að þeir voru saklausir, en ég stóðst ekki tilhugsunina að hakka einhvern í búta þannig að við réðumst til athlögu. Við þurftum varla að höggva í þá, þá lágu þeir grenjandi og veinandi einsog smástelpur á Britney Spears tónleikum sem fengu ekki neina eiginhandaráritun. Þegar ég ætlaði að innheimta kaupið mitt þá hugsaði ég útí það að ég hakkaði saklausa menn, þannig að ég ákvað að búta Sylgjuna niður í leiðinni fyrst ég var með sverðið í höndinni. Það var ekkert mál, vegna þess að við komum henni að óvörum. Ég talaði við Girðir og leyfði honum að ganga í fríða hópinn, aðalega vegna þess að ég nennti ekki að halda á líkinu af Montrassi. Ekki skeði neitt sérstakt meira í Berjagjótu sem vart er að segja frá. Nokkrir hakkaðir þarna og nokkrir hér. Eins og venjulega.

Við lögðum af stað frá Berjagjótu við sólarupprás, öllu búinn. Við hittum nokkur skrímsli á leiðinni sem ollu engum teljandi vandræðum, en lenntum þó á einum Brennandi Hnefa verði. Hann sagði “Þið eruð handtekinn stigamenn!” og ég sagði við hann “HAHAHAHA! Þú og hvaða her litla pissudúkkan þín! Komdu og reyndu í mig aumingji!” hann svaraði um leið einhvern veginn á þá vegu “Fangaklefi er of gott fyrir þig stigamaður!”. Hvað get ég sagt ? Hann varð að hrásalati. Ég hnuplaði brynjunni hans og hjálmi og hlutum sem hann hafði í fórum sér. Við hvíldumst þarna um nóttina, ég, Iðunn, Kexar, ÉgHeyri, HvaðaLýð og Girðir. Við hélum áfram krossferð okkar snemma næsta morgunn, aðeins til að verða fyrir fyrirsát Hökupúkum(Hobgoblins). Það varð ekki sjón að sjá þá eftir þann bardaga, ásamt kyntröllinu henni Kexar. Hann féll. Við létum eins og við tækjum ekki eftir honum liggjandi á jörðinni heldur héldum áfram í átt að Nasarkatli!

Virðingarfyllst.
Gizzi