upplýsingar um fallout 3 teknar úr Game Informer:
- Fallout 3 gerist á austurströnd BNA og aðallega í Wasington DC og svæðinu í kringum borgina.
-Leikurinn verður í fyrstu og þriðju persónu og hægt er að skipta á milli að vild.
-maður getur drukkið vatn úr brunnum,krönum og klósetskálum til að lækna smávægileg sár en vatnið er oftast geislavirkt þannig að maður getur ekki drukkið mikið í einu án þess að verða fyrir miklum og mögulega lífshættulegum skaða en stundum þarf maður að drekka eitthvað til að lækna sig algerlega þegar lyf duga ekki til.
-leveling kerfið er mjög svipað fyrri leikum og maður velur sér “perks” á öðru hvoru leveli.
-Leikurinn er mjög blóðugir líkt og forverar sýnir og allir langblóðugustu dauðdagarnir eru sýndir í slow-motion.
-Svæðið er aðeins minna en í Oblivion en mun vandaðara og gagnvirkara.
-það eru börn í leiknum.
-Fallout 3 notast við sömu grafík vél og Oblivion en það er búið að betrum bæta ýmislegt og breyta sumu svo það passi betur við skítugan og illa farinn heim Fallout.
-Það er ekki hægt að setja saman “party” en það er hægt að ráða málaliða og aðra fylgdarmenn til að fylgja sér í einvhern ákveðinn tíma auk þess sem hægt er að fá hund.
-bardagar notast bæði við rauntíma og svokallað VATS kerfi. VATS kerfið stoppar tímann og leifir manni að velja skotmarkið og svo ræðst það út frá hæfni manns á vopnið,stærð skotmarksins og fjarlægðinni frá skotmarkinu hvort maður hitti og hvað maður veldur miklum skaða. Þegar acttion-pointinn verða búinn getur maður barist í rauntíma en það er ekki jafn hentugt og að nota VATS. Á meðan maður berst í rauntíma hægist mikið á endurnýjun action-pointa og því er ekki hægt að nota VATS aftur nema maður nái að flýja eða sigra óvinin.
-það er hægt að ráðast á útlimi og gera þannig óvini óstarfhæfa, öflugt og gott skot í handlegg getur til dæmis gert mann með kylfu óhæfan til að lemja mann og það að skjóta fálmara af risamaur lætur hann ráðast á allt og alla þar á meðal sam-maura sína. En maður sjálfur getur líka orðið fyrir alvarlegum skaða eða útlimum og þarf þá oftast að finna lækni sem fyrst því maður er auðvelt skotmark fyrir hina ýmsu óvini.
-Það er notast við Radiant AI eins og í Oblivion en útgáfan sem er notuð i Fallout 3 er mun þróaðari og er búið að laga flest vandamálinn sem urðu til þess að ýmislegu var breytt og gert lélegara í Oblivion útgáfuni.
-Hægt er að ná útvarpssendingum á PIP-BOY tækið sitt og það eru ýmis sígild 40´s og 50´s lög spiluð auk þess sem hægt er að hlusta á tilkynningar sem gætu leytt til verkefna.
-það eru þó nokkrir smábæir dreifðir um svæðið en aðalbærinn er Rivet City sem er aðallega í og í kringum flugmóðuskip sem er strandað.
-ýmis gömul vopn eins og Ripper og Super-Sledge snúa aftur en einnig eru ný vopn eins og Fatman sem er sprengivarpa sem varpar mjög smávöxnum kjarnorku sprengjum sem valda mjög miklum skaða á frekar stóru svæði en skotfæri eru sjaldgjæf. Best er að nota Fatman á opnum svæðum nema manni langi til að skoða mini-kjarnorku sprenginu í návígi.
-Karma kerfið spilar jafn stórt hlutverk og í fyrri fallout leikjum og allt sem maður gerir hefur áhrif á álit annara persóna á manni auk þess sem það getur haft áhrif á hvaða verkefni maður getur fengið og hvaða verkefni maðru getur ekki gert. Það eru 9-12 mismunandi endar á söguþráðnum eftir því hvað maður gerir á meðan honum stendur.
-Leikurinn byrjar þegar maður fæðist í vault 101 sem er rétt hjá í Wasington og maður byrjar á að skapa útlit persónurnar
(þar á meðal kyn,kynþátt,líkamsbyggingu og andlit). Eftir að maður gerir það tekur faðir manns af sér grímu og það sést að andlit hans er mjög líkt því útliti sem maður býr til.
-þegar maður er smábarn fær maður litla bók sem gerir manni kleift að skapa persónuna frekar og velja hæfileika og styrki.
-þegar maður verður aðeins eldri lærir maður að ganga og hreyfa sig um heiminn.
-Þegar maður verður 10 ára fær maður PIP-boy og loftbyssu til að kenna manni á skotvopn og menu kerfið.
-þegar maður verður 16 ára tekur maður GOAT(generalised ocuptation aptitude test) próf til að ljúka þeirri persónu sköpun sem maður byrjaði á sem smábarn.
-Leikurinn sjálfur hefst svo árið 2277 þegar maður er á 19 aldursári og þarf að komast að því hvert faðir manns fór en hann yfirgaf öryggi vault 101 án neinnar sýnilegrar ástæðu og maður þarf að fara út í umheiminn til að leita hans.
-Fallout 3 mun koma út haustið 2008.