The Elder Scrolls: Arena. Fyrsti leikurinn í einni af bestu RPG leikjaseríu sem gerð hefur verið. Hvað er hægt að segja um hann? Ja þessi leikur gerði auðvitar stórtækar tæknilegar framfarir í PC tölvuleikjum. Þetta var fyrsti ‘free-roam’ PC tölvuleikur sem gerður hefur verið (að minni vitneskju) og það virkaði svo vel að Bethesda Softworks hélt þessu elementi í öllum leikjunum sínum.

Persónubygging og spilun
Þegar maður byrjar leikinn, þá velur maður hvaða kynþátt maður spilar. Maður getur valið á milli að spila Breton, Orc, Redguard, Dunmer, Bosmer, Altmer, Nord, Argonian og Khajiit. Maður getur samt ekki spilað Imperial eins og í Oblivion. Með hverjum kynþætti fylgja ákveðnir hæfileikar og skill punktar, og hver kynþáttur hæfir ákveðnum classes betur en aðrir. Eftir það svara maður röðum af spurningum til þess að finna út hvaða class maður er. Það er líka hægt að sleppa þeim og fara bara beint í að velja það sjálfur.

Stjórnkerfið í honum er eins gott og hægt var að hafa það á þeim tíma sem þetta var búið til. Til að sveifla sverðinu þarf að halda inni músartakkanum og hreyfa músina í þá átt sem maður vill ráðast í. Það virkar líkt með bogann, maður bara heldur inni músartakkanum og hreyfir músina fram. Það er hægt að hoppa en það kemur ekki oft að gagni. Maður stjórnar með örvatökkunum og hleypur með shift. Síðan er hægt streifa, svolítið sem var fyrst gert í Doom frá id Software, með því að nota punkt og kommu.

Sögulína
Í þessum leik þá er Uriel Septim, sá sami og í Oblivion, keisari Cyrodil svikinn af erki seiðkarli sínum, Jagar Tharn, og hann sendur yfir í Oblivion víddina. Þegar hann er þar, þá tekur Jagar Tharn á sig form Uriels og tekur yfir stjórn keisaraveldisins. Jagar Tharn átti lærisvein að nafni Ria Silmane. Meðan hann var að svíkja keisarann tókst honum ekki að snúa henni á sitt band, og drap hana. Hann réð yfir veldinu í U.Þ.B. áratug, og í allan þann tíma gistir Uriel Septim í Oblivion.

Þá kemur að leikmanninum. Maður byrjar inn í fangaklefa, eins og sagt var frá áðan, og maður fær sýn frá Ria Silmane. Hún segir manni frá því sem gerðist og hvernig maður kemst út úr fangaklefanum. Eftir að maður kemmst út úr klefanum og dýflissuni með því að berjast við rottur og drýsla, og svara gátum, þá kemst maður up í borg sem er ‘randomly generated’ Þannig að hver karakter fær aldrei sömu reynsluna. Ef maður valdi að vera Nord, þá er allt á kafi í snjó, ef maður valdi að vera Bosmer þá er allt í kafi í trjám o.s.frv. Maður kemmst sían að því að maður þarf að hjálpa Ria Silmane að drepa Jagar Tharn. Til þess að geta það þá þarf maður að safne átta bitum út ‘Staff of Chaos’ og setja hann saman, annars getur maður ekki unnið hann. Þegar það er búið þá ferðast maður til Imperial City, til að berjast við Jagar Tharn og bjarga Uriel Septim frá Oblivion.

Mín skoðun.
Þessi leikur er mjög vel gerður miðað við sinn tíma. Með 16 bita grafík, og flest lítur út eins og það sem það á að vera. ^^ Það er gaman að spila þennan leik, þótt að hann getur verið mjög erfiður. Maður getur keypt allskonar brynjur og vopn og allt er hægt að sjá utan á karakternum sínum á karakter ‘blaðinu’, sem er mjög flott. Ég gef honum 8 stjörnur af 10.

Þennan leik er hægt að ná í, alveg löglega, af Bethesda síðunni hérna: http://bethesdasoftworks.com/downloads/downloads_games.htm

Út af því að þetta er DOS leikur, þá er ekki hægt að spila hann á nútíma stjórnkerfum. Þess vegna er nauðsynlegt að ná í DOS hermi hérna: http://dosbox.sourceforge.net/news.php?show_news=1

Hann getur verið dálítið hægur þegar maður byrjar í honum en það er auðveldlega hægt að laga með því að ýta á CTRL+F12. Allar upplýsingar um hvernig á að installa honum á að fylgja með.

Vona að ykkur líkar við þessa fyrstu grein sem ég geri. ^^ Skemmtið ykkur við að spila TES: Arena.
Takk fyrir mig. ^^