Interplay gaf út þá tilkynningu í dag að nýjasta afurðin frá Black Isle Studios, Baldur’s Gate: Dark Alliance, sé farinn á gull. Leikurinn er gerður af Snowblind Studios í samvinnu við Black Isle Studios, og gerist m.a. í samnefndri borg, Baldur’s Gate.
Leikurinn hefur upp á að bjóða 3 persónur, galdrakvendið Adriönu, bogamanninn Vahn og dvergvaxna bardagakappann Kromlech.
Svo einhvað sé sagt um plotið þá eru skuggar byrjaðir að falla á Baldur’s Gate. Verðir borgarinnar hafa fundist látnir, fólk er hrætt við það að fara út, og það eru orðrómar í gangi að það sé að brjótast út borgarastríð meðal þjófahópa í undirheimum borgarinnar.
Inn í þetta allt kemur spilandinn, hetja leiksins, ferskur í borginni og nýliði í ævintýrum. Með aðeins heppni sína og sverð sitt kemur hann (spilandinn) til borgarinnar til þess að afla sér penings. Áður en verkefnum hans í borginni er lokið, hins vegar, verður hann að horfast í augu við stærstu hættu sem að hefur einhvern tímann komið niður á Baldur’s Gate eða jafnvel Sword Coast allri.
Leikurinn er í 3 köflum, eftir því sem ég best veit, og er lauslega byggður á D&D 3rd edition kerfinu. Ef þeir hefðu farið nákvæmlega eftir reglunum hefði lvl 1 Sorceress sennilega verið slátrað í byrjun leiksins, svo einhvað verður að stilla til þess að leikurinn gangi upp. Hvað um það. Leikurinn spilast víst mjög hratt, hraðar en t.d. hinir raunverulegu Baldur’s Gate leikir, og er hann mjög í anda Diablo (t.d. er hægt að brjóta tunnur í leit að hlutum).
Leikurinn sjálfur lítur mjög vel út, hefur fengið góða dóma hingað til (Hyper magazine in Oz gaf honum 90% nýlega), góð komment frá öðrum framleiðendum, og ég er alveg rosalega hissa hvað framleiðendurnir hafa mikinn tíma til þess að sinna aðdáendum sínum (Kevin Osburn, einn af aðalmönnum verkefnisins var alveg rosalega skemmtilegur og hress við aðdáendur leiksins, tók reglulega þátt í samræðum þeirra og myndaði nokkurs konar bönd við þá).
Hvað varðar útgáfu leiksins þá á hann að koma út 12. nóvember í Bandaríkjunum en útgáfudagur fyrir Evrópu hefur ekki verið staðfestur að svo stöddu.