Þar sem að þetta áhugamál er ekki það mest lifandi í heimi langar mig bara að segja ykkur hvað ég er að gera þessa stundina í Baldur's Gate 2 en mér finnst það nefnilega nokkuð merkilegt.

Ég er mage, necromancer to be exact, og stattarnir mínir eru: 16, 18, 17, 18, 18 og 3 í charisma en ég boosta það upp í 18 með því að nota ring of human influence sem maður fær í circus tentinu rétt hjá útganginum frá Irenicus' dungeon. Ég gerði mér grein fyrir því að til þess að geta haft þessa statta þyrfti ég að vera með þennan ring alltaf og því hefði ég bara eitt hring-slot laust en mér fannst það þess virði því að mér finnst þetta einfaldlega geðveikir stats.

En aðalmálið með þessari grein er að ég er að spila með þennan charachter einan, semsagt að “sólóa” sem mér finnst bara gríðarlega gaman. Jafnvel bara skemmtilegra en hitt. Það sem gerir þetta skemmtilegra er t.d. það að maður hækkar 6 sinnum hraðar um level og verður því mun fyr gríðarlega öflugur.
Ég er t.d. enn í chapter 2 en er kominn á level 13 og á ekki langt eftir í 14.
Svo á maður líka nánast alltaf pening því maður öðlast helling af dóti sem maður getur ekki notað og þar af leiðandi getur maður keypt sér betra equipment.
Svo er þetta líka mun erfiðara og þarf maður að nota hausinn meira sem er að mínu mati mun skemmtilegra.

Ég ætla að sjálfsögðu að nota XP cap remover þegar að því kemur og geri ég það án samviskubits því að þessi leikur gerir ráð fyrir því að 4-5-6 manns séu að spila en ekki 1. Þessvegna er alltaf talað um one man partyið mitt í fleirtölu í öllum dialouge-um.

En allavega, mig langaði bara að segja frá þessu og langaði líka að spurja ykkur hvort þið hefðuð einhverntímann sólóað og hvernig ykkur fannst það o.s.frv……