Fable the lost chapters grein :) Ég hef ákveðið að skrifa grein um leik sem ég hef verið að spila upp
á síðkastið til þess að gera tilraun til að lífka aðeins upp á þetta
áhugamál Og ég hvet alla hugara til að skrifa greinar um leiki sem þeim finnst
gaman og njóta þess að spila.

Saga

Fable er rpg leikur “role playing game” í honum tekuru að þér hlutverk ungs
drengs sem á eftir á eftir að vaxa úr grasi og verða máttug hetja.
Í byrjun leiksins kynnumst við aðalsöguhetjunni í barnæsku. Maður kynnist fjölskyldu hanns
og fær að skoða litla þorpið sem þau eiga heima í.
Þú hefur þér það til stundargamans að leysa hin ýmsu verkefni sem þorpsbúar setja manni fyrir.
Einn illan veðurdag ræðst stór þjófaflokkur inn í þorpið þitt með þeim afleiðingum að flestir þorpsbúar eru drepnir og þorpið er gjöreyðilagt. Faðir þinn er drepinn í tilraun til að verja móður þína og systur. Banamaður hanns gerir einnig tilraun til að ráðast á þig líka en Þér er bjargað að dularfullum manni sem drepur árasarmanninn
og tekur þig burt í örrugt skjól.
Hann tekur þig til “The guild” sem er stofnun sem þjálfar og leigir út hermenn
sína til að leysa hin ýmsu verkefni gegn greiðslu.

Við fyrstu sín lýst meistara guildsins ekki á þig en hann samþykkir
samt að taka þig að sér fyrst hinn dularfulli maður hefur mjög mikla trú á þér. Strax á fyrsta degi eignast þú svarinn keppinaut, herbergis
félaga þinn sem er ung stúlka og heitir Whisper. Drengurinn sem misti allt sem honum var kært í árasinni helgar sig nú þjálfun sinni staðráðinn í að koma fram hefndum.

Ekki vil ég tala meira um sögunna því að framhaldið er gjörsamlega undir þér komið
og þínum ákvörðunum í leiknum.


Hvernig bardagatýpa býðst þér að vera?

Í Fable getur þú þjálfað þig á þremur mismunandi bardagasviðum en þau eru.

1. Styrkur “strenght”
Í þessum flokki þjálfaru þig í líkamlegum styrk “Physique” sem eykur vopnaúrval þitt til muna
og gerir það að verkum að þú gerir meiri skaða með vopnum.
Annað sem þú getur einbeitt þér að er lífsorkan þín “healt” sem veitir þér mun meiri
lífskraft og þolir mun fleiri högg en ella.
Þú getur líka einbeitt þér að vörn þinni “Toughness” sem gerir það að verkum að þú hefur
meira úrval að brynjum til þess að velja um og færð minni skaða á þig við högg óvinarins.

2. Hæfileikar “skills”
Í þessum flokki getiru þjálfað þig í hraða “speed” sem gerir þér kleift að sveifla vopni
þínu og geraárás mun hraðar sem sem gerir það að verkum að þú nærð fleiri höggum á
andstæðinginn. Öryggi “Accuracy” Þú verður öruggari með boga og átt auðveldar með að miða
og hitta óvini úr mikilli fjarðlægð. Þú gerir líka meiri skaða með því að nota boga en venjulega.
Laumulegur “Guile” Þú æfir þig í að læðast og að koma óvini þínum að óvörum og þú getur ráðist á
þá þegar þeir eiga síns einskis ílls von. Þessi hæfileiki nýtist þér líka við það stela frá
öðrum og græða á því en varaðu þig þjófnaður er ekki vel liðinn ef hann kemst upp.

3. Vilja styrkur “will power” Í þessum flokki læruru hina ýmsu galdra sem annað hvort hjálpa
þér að halda þér á lífi eða þá að gera mikinn skaða á óvininn án þess að þurfa að nálgast
hann og gefa höggfæri á þér. Þú getir líka lært brögð sem nýtast þeim sem hafa valið hina
flokkana styrk og hæfileika vel í bördugum.
Þú getur líka einbeitt þér að viljastyrk þínum “Mana” sem gerir þér kleift að særa fram og framkvæma
fleiri galdra en ella .


Skemmtilegir og áhugaverðir hlutir í leiknum.

Í leiknum þá hefuru geturu valið um að hjálpa fólki og vera góður við það eða að vera vondur við það
og spilla fyrir því jafnvel drepa það. Ef þú ert mjög góður við alla og verndar hinu veikuburða
þá færðu geislabaug yfir höfuðið á þér og fyðrildi fljúga nálægt augun þín verða líka skærblá.
Hinsvegar þegar þú ert illur, þá byrja þér smátt og smátt saman að vaxa horn og augun verða mun dekkri
og flugur fljúga í kringum þig og allt sem lýsir illskunni þinni.

Þú eldist í þessum leik og þú getur séð hvað hetjan þín er gömul.

Þú getur keypt þér hús og lifað í því góðu lífi.

Þú getur orðið bæjarstjóri og gift þig hvaða kvennmanni sem er því þær eru flest allar flottar.

Ef þú særist í bardaga munntu fá ör og bera það til æfiloka.

Þetta er aðeins lítill hluti af því sem hægt er að gera í þessum frábæra leik og ég hvet alla til að prófa hann takk fyrir. Ég vil biðjast afsökunar á stafsetningarvillum en ég er þreyttur og þar að auki slappur í stafsetningu reyni samt að hafa þetta sem best.