Torn frá Black Isle Studios hefur verið settur í biðstöðu, samkvæmt frétt á <a href="http://www.bluesnews.com/cgi-bin/board.pl?action=viewthread&threadid=27017“>Blue's News</a>.
Þessi frétt hefur enn ekki verið staðfest, en samkvæmt henni hafa Black Isle Studios leyst upp hönnunarhópinn að mestu leyti. Sumir vilja rekja þetta til fjárhagslegra vandamála Interplay, en aðrir til gæða leiksins. Sumir vilja jafnvel meina að Black Isle geri þetta til að koma fleiri aðilum að Neverwinter Nights verkefninu og klára það fyrr.
Mér leist reyndar ekkert of vel á Torn, jafnvel þó að hann var aðeins í anda Fallout-leikjanna. Þó þekkja allir orðspor Black Isle. Leikurinn var tilkynntur í byrjun mars, en Black Isle fengu Lithtech 3.0 vélina frá Monolith til að keyra leikinn.
Ég vil taka fram að þessi frétt hefur verið ekki verið staðfest, en hún hefur birst á mjög mörgum síðum og því gæti kannski leynst sannleikskorn þarna. Og þar sem að þetta er frá Blue's News, þá er þetta kannski rétt.
Tenglar:
<a href=”http://www.blackisle.com/“>Black Isle Studios</a>
<a href=”http://www.interplay.com“>Interplay</a>
<a href=”http://torn.blackisle.com/">Torn Official Website</a