Fable: The Lost Chapters Vegna þess að þessi leikur kom ekki út fyrir svo löngu og fólk er afar forvitið um hann þá ætla ég að tala um helstu basicin á leiknum og helstu feature-a og mína eigin skoðun á honum.




Þessi leikur er byggður á leiknum “Fable” sem að kom út á XBOX fyrir ekki svo löngu. Þessi leikur er alveg eins og hann, nema að hann hefur miklu fleiri feature-a og er grafíkin endurbætt í honum. Það eru nánast ekki neinir bugs eða glitches í honum. Vegna þess að hann kom út á XBOX áður, þá hafa Lionhead náð að laga alla major bugs áður en þeir gerðu hann fyrir PC.


Afhverju að kalla hann “Fable: The Lost Chapters” ef að hann bar nafnið “Fable” þegar að hann kom út á XBOX?

Fable: The Lost Chapters er “Fable + Expansion” af sjálfum leiknum. Það eru fleiri questar en voru í original Fable og einnig er söguþráðurinn lengri en í fyrri leiknum. (þótt hann sé í sjálfu sér ekki eins mikilfenglegur og ég bjóst við, en sleppur þó) Einnig eru miklar uppfærslur af leiknum og er hægt að gera fleiri hluti en það sem hægt var að gera úr fyrri leiknum.

Það sem einkennir þennan leik er að þú hefur alltaf choices….. “Good” or “Evil” og mun það hafa áhrif á þig seinna í leiknum. Eftir því sem að þú ert betri eða illur þá mun fólk koma fram við þig öðruvísi. Ef að þú ert góð hetja þá mun það kalla nafn þitt og fagna með og mun alltaf hamingja streyma í kring þar sem þú ferð um. Ef þú ert ill hetja, þá hræðist fólk þig, virðir þig, tekur stundum upp á því að hlaupa í burtu og er bara yfirleitt mjög hrætt við þig.



Hvernig getur fólk sérð hvort þú sért Góður eða Illur?

Eftir því sem þú verður betri eða verri, þá breytist einnig útlitið á þér. T.d. ef þú ert góð hetja þá byrjar smátt og smátt að myndast geislabaugur fyrir ofan þig og fljúga einnig fiðrildi í kringum þig, og einnig ertu líka með skær blá augu. Hinsvegar þegar þú ert illur, þá byrja smátt og smátt að vaxa horn á þér og augun verða mun dekkri og fljúga flugur í kringum þig og allt sem lýsir illskunni þinni.



Jæja, nú ætla ég aðeins að fjalla um hvernig þú getur breytt persónu þinni:

Í byrjun leiks þá velurðu ekki eins og í flestum RPG leikjum svona starting Character. Maður byrjar alltaf eins í þessum leik og er gott að minnast á það að þú byrjar sem barn og í gegnum leikinn muntu eldast. En hinsvegar í gegnum leikinn þá geturðu fengið þér hvaða look sem er. Þ.e.a.s Hárgreiðslur, tattoo, matur hefur líka einnig áhrif á hvort þú sért mjór eða feitur, fer eftir því hvort þú borðar mikið eða ekki. svo breytist líka lookið á þér eftir því hvort þú sért vondur eða illur og hefur líka klæðnaðurinn, eða þ.e.a.s búnaðurinn sem að þú ert að nota mikil áhrif á hvernig þú lookar.
Einnig hefur þú líka ákveðinn skill sem að þú kaupir þér, og hefur það áhrif á hvernig þú lítur út, þ.e.a.s eins og að vera massaður og svona.




Í þessum leik ertu bara “einn” í grouppu, hinsvegar eru undantekningar eins og í questum og einnig geturðu hire-að “Mercs” og eftir því sem að þú ert vinsælari þá geturðu fengið fleira fólk til þess að elta þig.

Þessi leikur er mjög einfaldur. Og þarf ég varla að útskýra hvernig maður stýrir persónunni og þess háttar, vegna þess að það er vel útskýrt fyrir manni í barnæskunni og einnig í gegnum leiknum.

Það er ekki neitt svona lv-up system í þessum leik heldur kaupirðu þér bara þau skill sem þú villt vera betri í, og notar þú experience frá villians til þess að kaupa þessi skill.

Það er Strength:, Skill, og Will.

Strength: Inniheldur Physique, Health, Toughness.
Skill: Inniheldur Speed, Accuracy, Guile.
Will: inniheldur marga spella og einnig Will Power sem að segir um hversu mikið Mana þú geymir. Svo eru margir spellar sem ég nenni ekki að telja upp hér og nú.

Physique: Segir um hversu mikinn skaða þú gerir á óvininn.
Health: Segir um hversu mikið health þú ert með.
Toughness: Segir um hversu mikinn skaða þú getur tekið á móti þér, þ.e.a.s damage reduction.
Speed: Hraðinn á því hvernig þú berst, ert fljótari að swinga vopnum.
Accuracy: Segir eiginlega um bara hvað þú ert góður með boga.
Guile: Stealth og Barter.

Einnig færðu svona EXTRA experience boost frá því sviði sem þú notar mikið, segjum sem svo þú notar mikið af spellum, þá hækkar mikið hjá þér í Will experience en því geturðu bara eytt í Will sviðinu, en svo færðu alltaf General Experience sem þú getur eytt í allt.



Meira nenni ég ekki að segja um þennan leik, ég bara mæli með að þið fáið ykkur hann, hvernig sem þið gerið það, þ.e.a.s hvort þið kaupið eða gerið þá eitthvað annað sem má ekki fjalla um hér.

Þessi leikur er mjög einfaldur og maður getur alltaf spilað hann aftur og aftur :)

My scores:

Gameplay: 9/10
Sound: 8.5/10
Graphics: 9.5/10
Storyline: 8/10




Takk fyrir mig…..