Leikurinn er keyrður á Half Life 2 vélinni sem gerði tölvunni minni erfitt fyrir, laggaði svolítið mikið en það stoppaði mig ekki í það að spila þennan frábæra leik.
Leikurinn byrjar á því að maður velur sér Class. Það eru eitthvað um 7 eða fleiri valmöguleikar, allir með sína kosti og galla. T.d geta Nosferatu alls ekki komið nálægt fólki á götunni því þeir eru svo ljótir og verða að ferðast um holræsin og myrkrinu.
Í Vampire leikur maður Vampíru í nútímanum,sem verður að lúta ákveðnum reglum, ef maður brýtur þessar reglur eykur það hættuna á því að mennirnir kæmust að tilvist vampírana og þá ættu þær ekki sjö dagana sæla og yrði fljótt eytt af mankindinni. Þess vegna eru þessar reglur notaðar í leiknum,sem þar er kallað Masquerade. Ef maður brýtur þessi lög fær maður hinar vampírurnar á mót sér og vampire slayers byrja gefa manni gaum.
Bardagastíllinn skiptist á 1st person og 3rd sem eykur fjölbreytni leiksins og skemmtilegheitin. Þegar maður ef með byssur sér maður í 1st person en ef maður er með sverð er það í 3rd person. Kemur mjög vel út. Gallinn er sá að byssurnar í leiknum eru eiginlega bara lélegar, maður er miklu fljótari að drepa mann með sverði en byssu í leiknum. Það er líka miklu skemmtilegra. Það er oft bara svo gaman að fara bara allt í einu að leika sér að drepa fólk með sverði sínu.
Söguþráðurinn kemur mjög á óvart og oft verður maður mjög hissa. Mörg questin snúast um svona senditíkurferðir, maður á að fara tala við þennan eða drepa þennan. Svo stendur maður oft frammi fyrir einhverju sem hefur áhrif á framgang leiksins. Ef maður velur annan valmöguleikann verður söguþráðurinn öðruvísi en ef maður hefði valið hinn. Endirinn kom mér sérstaklega á óvart. Þá var markmiðið sem maður átti mestallan leikinn að reyna finna allt annað og frekar ómerkilegra en maður hafði vonað. En ég ætla ekki að segja neitt frá söguþræðinum sjálfum.
Þetta er með betri leikjum sem ég hef prófað, mæli eindregið með honum. Gef honum ****1/2 / *****
————–