Tíundi Kafli – Stríð Guðanna

Það var margt að gerast á þessum svokölluðum blómatíma álfanna
(-17.000 til 12.000), því á meaðan að Drekastyrjöldinni stóð, -25.000 DR, þá bættust margar nýjar tegundir við, á yfirborð Faerunar, með “mannráni” Gruumsh´ og hinum Chaos Guðunum, eins og fyrr var nefnt.
Nýju tegundirnar: “Derro, Duergar Goblin´s og Hog Goblins” voru sendar gegn börnum Seldarins og Moradins. Sérstaklega voru það Goblinarnir sem sóttu hart að Dvergunum enda eru Dvergar enn í dag, fæddir með hatur til Goblina. Börn Moradins áttu mun auðveldara með að valta yfir hlutfarslega smáu Goblinana með styrkelika sínum og hertækni. En sama hversu margar unnar orrustur “hrönnuðust” upp hjá Dvergunum, þá virtist Goblina þyrpingin engan enda ætla að taka. Duergar og sérstklega Derro héldu sig sem mest til baka, á þessum tíma.
“Ogers & Ettins” ógnuðu álfakonungsdæmunum úr norðri og Hog Goblins sveitir brenndu niður skóga úr vestri og Suð-Vestri.

Þegar Correlon Larethian, leiðtogi Seldarine guðanna sá hvað Gruumsh hafði gert, varð hann fyrsti Seldrine Guðin sem fylltist af blóðþorsta. Í blindri Reiði gerði hann beina atlögu gegn Gruumsh og Öllum Chaos Guðunum á sléttuni á milli “Amn” og “Tethyr” þar sem nú er smáborgin “Riatavin” og barðist þar einn gegn öllum Chaos Guðunum.

Þegar hinir Seldarine Guðirnir höfðu loksins áttað sig á hvað gerst hefði, hlupu þeir strax til hjálpar leiðtoga síns gegn Gruumsh og hans fylgilýð.
“Moradin The Soul Forger” var heldur ekki lengi að leggja til atlögu gegn Chaos guðunum, (einnig þekktir sem “The Dark Ones”), ásamt Dumathoin, þegar þeir sáu Seldarine bandamenn sína í beinni orrustu gegn hinum myrku Goðum.
- Af Seldarine guðunum, voru það aðalega Bardaga Guðin “Correlon”, Dóttir hans Mána og Draumagyðjan “Sehanine” og svo Regn Gyðjan “Aerdrie Faenya” sem áttu stærstan part í stríðinu.
- Af Dvergaguðunum voru það að sjálfsögðu “Moradin” og “Dumathion” fremstir og svo “Berronar” og “Gorm” sem voru bakhjarlar dvergahersins.
- Gegn þeim voru svo Chaos Guðirnir. Berserker Guðin Gruumsh þar fremstur, ásamt Dauðaguðnum Nerull og Shagaash

Ekki er vitað nákvæmlega hve lengi þetta stríð átti sér stað, en það er vitað að það átti sér stað í Faerun og að Guðirnir hafi notað Krafta sína óspart til þess að búa til sem öflugustu verur til þess að berjast við hlið sér. Þannig er talið að margar af þeim öflugri verum heimsins hafi verið skapaðar. Svo sem Balor djöflar og Englar. Sagt er að nokkrar viðstaddar hersveitir álfa og dverga hafi slegist með í leikinn við það að sjá skapara sína í fyrsta sinn, berjast á móti þeim Myrku. En það eru aðeins sögusagnir.
Guðirinr börðust lengi og vel, með ýmsum jarðfræðilegum afleiðingum en samt virtist hvorug hliðin ná að yfirbuga hina, þangað til að Correlon Larethian hjóp inní skóglendið í miðjum bardaga við Gruumsh og nærðist þar á trjánum í nokkur andartök (eftir 3 daga langan stanslausan bardaga) og gat þess vegna barist með fulri orku á ný um leið og Gruumsh fann hann inní skóginum. Það leiddi til þess að Correllon náði nær bannvænu höggu á andlit Gruumsh, þannig að vinstra auga Myrka Guðsins skarst í tvennt. Gruumsh hörfaði á ný og með því allir hinir Chaos Guðirnir. Eftir það var Gruumsh aðeins þekktur sem “Gruumsh, the One-Eyed”.
Eftir Stríð Guðanna hörfuðu Seldarine og Dvergaguðirnir frá Faerun og upp í himinin Til Alfather Ao í Avandor, Þegar Þangað var komið, braut Correllon örlítið stykki úr strönd Arvandor og kastaði því niður á Haf Torils. Þar myndaðist Eyja, sem hann kallaði “Evermeet”. Síðan birtist hann hverjum einasta álfi veraldar í draumi og sagði þeim að þegar ákveðin tími myndi koma, skildu allir álfar heims leita skjóls á Evermeet eyjunni. Paradís Allra álfa.
Bókstaflega, himnaríki á jörðu.

Flest allar verur sem skapaðar voru í Guða stríðinu voru kallaðir til baka til skapara þeirra, hvort sem það var Arvandor, til álfa eða dverga Guðana, eða hvort það var niður í “The Abyss” þar sem Myrku Guðirnir hefðu flúið og fundið sér hver þægilegt horn til þess að finna ráð til að klekkja hvor á öðrum.





Ellefti Kafli – The Crown Wars


Fram að árinu (Mínus) – 12.000 var búið að ríkja þvílíkt sældar tímabil, eftir Guðastríðið fyrir bæði álfana og dvergana. 8 stór konungsdæmi voru komin á traustan fót hjá álfunum og dvergarnir bjuggu í ríkulegum námum og óbrjótandi steinvirkjum, það helsta lengst í norðri að nafni
“Citadel Abdar”. Gnomar létu vel af sér bæði í litlum sveitaþorpum jafnt sem í stórborgum. Varðsveitir álfa og dverga héldu öllum aðskotaverum í skefjum og flestir höfðu það mjög gott.
Verst var að Gruumsh hafði ekki gleymt neinu. Hann var minntur á Correllon og álfakvikindin hans, í hvert sinn sem hann leit framan í sig. Hann hafði verið að hvísla inn í eyra einnar Seldarine gyðjunar svo árum skipti á laun. Hún bar nafnið “Lloth”. Hann hafði verið lengi að spilla henni, í gegnum drauma hennar og þar með einnig hennar tilbyðjendum er voru álfar sem nefndust “Ilythiiri”. Á endanum var það komið það langt að Gruumsh var búin að sá það miklu hatri og fyrirlitningu inn í Lloth og Ilythiiri álfana að þeir byrjuðu að ráðast á nágranna sína að engu tilefni og svo seinna meir sína eigin frændur. Þetta var í fyrsta sinn sem álfavopn hafði tekið líf annars álfs. Þetta kallaði á stríð. Í fyrstu voru það aðeins nokkur Clön af álfum sem hófu orrustur gegn “Ilythiiri”álfunum, en síðar, þegar eyðileggingarmáttur þeirra, varð séður af fullri alvöru í gegnum gyðju þeirra Lloth, byrjuðu álfarnir að taka þessa ógnum mun alvarlegra. Á endanum voru nær allir álfar og dvergar sameinaðir gegn þessum Myrku álfum. Ekki er vitað afhverju, en Seldarine og hinir Guðirnir í Arvandor kusu að gera ekkert og láta þetta fara sinn veg, þrátt fyrir að það var augljóst fyrir öllum að “Ilythiiri” álfarnir voru að fá beina hjálp frá bæði Lloth og Gruumsh og hver veit hvaða öðrum guðlegu verum. Lloth var kastað niður frá Arvandor fyrir svik sitt og gekk hún frjálst um Faerun, sem kostaði þúsundir álfa og dverga lífið.
Stríðið var fyrst farið að snúast örlítið ljósu áflunum í hag, þegar ónefndur Gold Elve Cleric, (prestur) sýndi í fyrsta sinn þræla sína í Faerun, þegar hann lét nokkur hundruð af þeim berjast gegn “Ilythiiri” álfunum. Bæði Dvergar og álfar göptu yfir hreysti þeirra og styrkleika, sem þeir voru vissir um að vera einir um. Presturinn, þegar spurður, sagðist lítið vilja tjá sig um málið, enda öll þrælaverslun ólögleg í Faerun, en hann sagði þó að þó nokkrir “Arcana Wizards” og Clerics
(Semsagt galdramenn og prestar) væru með samskonar þræla, fengnir frá öðrum heimum seldir af “Planewalkers - Tieflings” (víddagenglum). Hann kallaði þá “Manneskjur” (Humans).
En þrátt fyrir komu manneskja, gerði það lítið gagn, þar sem höfðattala þeirra var afar takmörkuð. Álfastríðið hélt áfram með hléum frá
(mínus) 12.000 til (mínus) 9.000. Þeim er skipt yfir í þrjú stríð. Yfirheitið yfir þessi stríð er “The Crown Wars”.
Það var fyrst árið (mínus) 10.000 sem að öll Clön og konungsdæmi álfa söfnuuðu saman 1.000 prestum og fengu þá alla til að biðja samtímis í þeirra æðsta hofi til Correlons um hjálp. Eftir tæpt ár af bænum þá hafði Correlon fengið nóg og hljóp einsamall niður af himninum og hóf orrustu gegn “Ilythiiri” álfunum öllum sem einum, með álfaherina bakvið sig. Lloth lét sig ekki heldur vanta og lagðist í beina atlögu gegn Corellon, sem hann svo vann og kastaði henni niður í “The Abyss” og hrakti “Ilythiiri” álfana niður í undirheima Faerun´ar, “The Underdark.” Sem var mjög hörð refsing, þar sem “The Underdark” var þegar fullt af bannvænum skrímslum, eins og Illithum, Derro, Duergar, Deep Gnomes og allskonar djöflum.
Hann sagði einnig að þar sem “Ilythiiri” álfarnir hefðu valið myrkrið fram yfir ljósið, skyldi það vera hverjum augljóst sem myndi á þá lýta. Þannig að þeir gætu aldrei nokkurn tíman unnið sér inn trausts annars álfs eða nokkura vera á yfirborði Jarðar. Þeir væru ekki lengur álfar og gætu ekki unnið níðingsverk í nafni álfana. Með þessum orðum gerði hann hörund þeirra biksvart og nefndi þá “The Drow”, til þess að skilja þá eins mikið frá álfunum og hægt er. “Undirheimarnir munu nú verða ykkar fangelsi” sagði hann “Og ef einhver af ykkur mun fara þaðan, mun hvaða yfirborðsvera með réttri samvisku bera kennsl á hörund ykkar og taka líf ykkar í mínu nafni.”
Með því enduðu “The Crown Wars” og “The Drow” urðu til að vera.


Gold Elf:
http://www.wizards.com/dnd/images/MM35_gallery/MM35_PG101.jpg

Drow Elf:
http://www.wizards.com/dnd/images/MM35_gallery/MM35_PG103.jpg

Planewalker:
http://www.wizards.com/dnd/images/xph_gallery/33174.jpg



Kort af Toril (plánetunni):
http://www.geocities.com/zhentar2003/toril_2.jpg

Kort af Faerun (Landinu):
http://culhaven.opencg.org/dnd/campaign/images/faerun.jpg



Framhald Fylgir :)

Crestfallen