Sjöundi Kafli – Tilkoma Álfa

Meðlimir Seldarine, og þeirra lágvöxnu vinir gengu um grænar sléttur og skóga Faerun og dáðust að sköpunarverkum Eðlufólksins, sérstaklega þó drekunum (Dragons) sem réðu yfir himninum.
Hér fer heimildum ekki beint saman. Eins sagan segir að Seldarine Guðirnir hafi ákveðið að fara að fordæmi Sköpunar Kynstofnsins og gefa líf til vera í sinni eigin mynd og láta þær ferðast frjálsar um Faerun, en ekki verða “skylmingarþrælar” eins og varð örlög flestra skapninga af höndum Eðlufólksins. Þar með gerðu þeir Álfa.
En þrátt fyrir hroka og þröngsýni Fearunbúa, þá bendir allt til þess að álfar hafi í upphafi alls ekki verið skapaðir á Faerun, heldur í allt annari vídd “Hina gleymdu heima” er ber nafnið “The Realm of Faerie”. Lítið sem ekkert er vitað um þann stað, annað en að þaðan komu fyrstu álfarnir til Faerun, í gegnum svokallað “Arcana Portal” gróflega þýtt “Galdra hlið”. Ekki er vitað afhverju þeir komu eða hversu lengi þeir höfðu verið til.
Talið er, að “The Seldarine” hafi verið 8000 ár að skapa álfana og fullkomna þá á laun, í burtu frá forvitnri ásýnd hinna guðanna, semsagt í “The Realm Of Faerie”. Einnig er grunað að Seldarine guðirnir hafi aldrei ætlað að láta hina guðina vita af sköpunarverkum sínum, þangað til einhverjir óvitaðir atburðir neyddu Álfana til þess að flýja frá Faerie, með hjálp Arcana, og leita skjóls í nýjum heimi. Fearun. Ekki er talið að álfarnir hafi upprunalega vitað hvert þeir voru að fara, þegar þeir lentu á Faerun og er það alveg víst að Faerun (Sem öll Toril) var þeim alveg ókunnug. Það sem tók á móti þeim var veröld, sem var þegar yfirfull af herskáum skrýmslum og Guðum, sem horfðu furðu lostnir á álfana skríða inn. Það er að segja allir Guðir, nema meðlimir Seldarine.
Avariel (Hinir fljúgandi Álfar) ásamt Viðar Álfum (Wood Elves), voru þeir fyrstu sem komu í gegnum hliðið. Restin var enn í “Faerie” að takast á við eitthvert ógnarafl, sem hefði fengið fyrrnefnda kynstofna til þess að freista gæfunar í nýjum heimi.
Heimildum ber ekki alveg saman um tilkomu álfana, en eitt eru allir sammála um, það er að hvernig sem álfarnir komu til Faerunar, þá gerðist það rétt fyrir árið (Mínus) -25.000 DR. Það er þá sem tímatal í Faerun hófst. Þessi tími og alveg fram í næstu tæpu 10.000 árin, var kallaður Tími Drekanna (Age of Draconia), því Drekar voru (fyrir utan guðina að sjálfsögðu) öflugustu verur Faerun. Jafnvel villimannslegu Risarnir (Giants) hlupu sem fætur toguðu, í hvert sinn sem eitt af þessum risavöxnu fljúgandi eðlum blokkuðu fyrir sólina. Þessvegna má auðveldlega geta að þessir konungar himinsins hafi ekki verið of kátir með að þurfa að deila bæði himin og jörð með þessu tvífættu sauðféi (Two-legged Cattle), eins og Drekar kölluðu allt og alla sem gengu um á tvem fótum.
Avariel álfarnir urðu fyrir sérstaklega miklu tabi, þar sem þurftu að deila himninum með öflugustu og miskunarlausustu verum sem Faerun hafði upp á að bjóða. Vængjuðu álfarnir urðu fyrir hættulega miklum missi í bardögum gegn drekunum. Jafnvel þannig að það lá við útrýmingu. Avariel, eru enn að jafna sig og halda sér földnum í höfuðborg þeirra “Aerie Of The Snow Eagles” sem er að finna lengst í Norð-Austri, hjá “Icerim Mountains”, eða Ísrimafjöllum. Það er fyrst núna að þeir eru farnir að senda út sendiherra, til sinna nánustu nágranna til þess að geta komið fram einhverkonar verslun á milli ríkja. Enn hefur engin, sem er ekki af Avariel kynstofninum, séð borgina þeirra.





Áttundi Kafli – Tilkoma Dverga

Á þeim tíma, sem að álfarnir hoppuðu inn í Faerun og komu (næstum) öllum Guðunum mikið á óvart, voru “Moradin og Dumathoin, ásamt tvem öðrum Jarðguðum, þeim “Dugmaren og Gorm”, þegar komnir í gang með að skapa sín eigin börn í laumi. Þeim brá að vísu þó nokkuð að sjá þessar undursamlegu fallegu verur, sem þeir (líkt og allir hinir guðirnir) vissu að hefðu aðeins getað mótast í höndum Correlon.
Þeir byrjuðu að flýta áætlunum sínum, til að koma sínum börnum inn í heimin. Það hafði sýnar afleiðingar fyrir sköpunarverk þeirra, sem átti að vera hönnuð sem hinn fullkomna bardaga vél. Vegna skorts á fínpússun urðu börn Moradins og hinna Jarðguðanna, þrjósk, þröngsýn og hrokafull. Þetta var upphaf dverganna. Þetta var einnig í kringum (mínus) -25.000
En þetta voru erfiðir tímar til þess að setja nýjar verur inn í Faerun, þar sem drekar réðu skýjunum og Risar og þeirra afstyrmdu afkvæmi höfðu eignað sér jörðina. Bæði Dvergar og álfar þurftu að berjast heiftarlega fyrir lífi sínu.
Það var þó aðeins minna mál fyrir dvergana að koma undir sig fótunum, þar sem aðal skapari þeirra, Smíðaguðinn “Moradin The Soul Forger”, hafði blessað þá með makalausri smíða og sköpunarkunnáttu sinni. Dvergarnir hófst strax handa við að smíða stríðstæki og tól sem best myndi henta í bardögum, gegn Risunum og afkvæmum þeirra.
Eftir nokkur ár af smíðum og hönnunum, þá voru þeir komnir með blöndu af tvem vopnum sem myndu verða mjög gagnleg, gegn hinum ofvöxnu andstæðningum. Fyrst bjuggu þeir til stóran stríðshamar, sem einn Dvergur notaði til þess að leggja blint til atlögu gegn ofureflinu og af alefli mölva á því hnéskelina. Svo þegar Risin myndi falla niður, eða hnígja undan högginu, þá væri annar Dvergur tilbúin með risavaxna tveggjahanda exi, og gefa honum miskunnarhöggið í gegnum hnakkan. Svona héldu Dvergar í sér lífinu í gegnum “Öld Drekana”
Dvergarnir voru strax lítið fyrir víðáttuna, enda gaf líkamsbygging þeirra ekki mikla möguleika til þess að skokka yfir á næsta tún í miðri orrustu og sameinast til atlögu á ný. Ofan á það, að þeir voru skapaðir af Jarðguðunum og hafa þessvegna náttúrulega væntum þykkju til jarðarinnar, rétt eins og Álfarnir hafa til skóganna. Og hvar er maður meira með jörðinni, en að vera undr henni, með hana allt í kringum sig?
Rétt eins og með álfana, þá voru til margs konar Dvergar, sem hópuðu sig saman í lítil konungsdæmi og “Clön” Elsta konungsdæmið sem stendur enn í dag, má rekja til “Clan Battlehammer”, sem eiga sér samastað í ríkustu námu Faerun, “Mithril Hall” hana er að finna lengst í norðri, nálægt frjálsu borginni “Silvermoon”. Núverandi konungur Mithril Hall og elsta nústandandi konungsdæmi Dvergana, heitir “Bruenor Battlehammer” og erhann meðal aðal söguhetjana í nýjustu bók “R.A. Salvatore” – “The Hunters Blades”





Níundi Kafli – Endi Dreka aldarinnar

Nokkur hundruð árum eftir komu fyrstu álfanna (Avariel & Wood Elves) myndaðist nýtt “Arcana Portal” frá “Faerie” og út úr stigu alblóðugur flokkur álfa, sem voru frábrugðnir þeim er höfðu fyrst gert sér heimili innan Faerun. Voru þeir þekktir innan hina gleymdu heima undir mörgum nöfnum, svo sem: “Ar’Tel’Quessir, sunrise elves & gold elves”. Öll nöfn þeirra bentu til sólar. Þess vegna urðu þeir þekktir í Faerun aðeins sem Sólar Álfar eða, “Sun Elves”.
Þeir voru nokkuð þungbúnari og stríðsvandari enAvariel og þeirra skógarfrændur, sérstaklega eftir að hafa búið í hinu stríðshjáða Faerie mun lengur en fyrrnefndu skyldmenni sín. Þeir ráku upp stór augu, þegar þeir fyrst stigu inn í heiminn og sáu þúsundir Dverga (sem voru þeim óþekktir þá) í blindri atlögu gegn risavöxnum óvinum, jafnt sem Avariel álva fljúgandi fyrir ofan þá í svo stórum skipulögðum herfylkingnum, að þeir skyggðu fyrir sólu, í vonlausri lífsbarráttu gegn sveimi af Gulldrekum, með örvaregn úr “Methwood” skóginum sér til hjálpar.
Hinir nýju innflytjendur voru nú ekki lengi að hugsa sig um og lögðu strax til atlögu gegn Drekunum, sem og Risunum og Ogerunum. Beint á eftir þeim kom annar hópur Silvur Álfa, var heldur ekki lengi að velja sér hlið meðal frænda sinna. Þeir voru þekktir sem m.a. “Teu’Tel’Quessir, silver elves” en urðu seinna aðeins þekktir sem “Moon Elves”.
Með þessum tvem nýju bandamönnum náðu þeir, hægt og hægt að berja óvini sýna til baka og ná smátt og smátt yfirráðum yfir Faerun. Talið er að seinasta alvöru ógnunin frá drekum og Risum að hinum nýju íbúum sem heild, hafi verið kæfð í, rétt fyrir árið (mínus) – 17.000
-17.000 til -12.000 er blómatími álfanna. (Age Of Cormanthyr)

En á sama tíma og þetta var að gerast, fylgdust Gruumsh og fylgdar Guðir með og brjáluðust úr hatri og öfund. Þau höfðu enn ekki getað gert afkvæmi sem jöfnuðust á við Álfana eða Dvergana, því þau höfðu ekki þolinmæðina í það. Megnið af fyrstu afsprengjum þeirra gátu ekki einu sinni lifað sjálfstætt. Þannig að Gruumsh, blindur af hatri og afbrýðisemi úti The Seldarine og Dvergaguðina, tók mörg af þeirra börnum og breytti þeim, í gegnum pyntingar og galdra, þar sem þau afmynduðust af kvölum og sársauka í gegnum tíman.Af Dvergunum, sem teknir voru af Gruumsh, komu afmyndaðir gráir dvergar, sem voru illskan og Grimmdin uppmáluð. Kallast þeir Dueargar í dag.
Þeir dvergar sem voru teknir af Chaos Guðinum “Ghaunadaur” urðu þar á móti skjanahvítir og fölir. Einnig voru þeir grimmir og illir rétt eins og Duergarnir, nema að Derro (eins og þeir kölluðust) kynstofnin varð mun villimannslegri og er meira að segja sögur um að þeir stundi það að borða hvorn annan þegar einhver deyr eða veikist. Derro búa undir Faerun í stað sem kallast “The Underdark”, þar sem allar undirjarðar verur eiga heimilisín.
Einnig er sagt frá hvernig “Gnomes” urðu til, með samvinnu Seldarine og Dvergaguðanna, þar sem þeir eru sagðir vera samblanda af þeim tvemur. Þeir voru hlutlausir í dreka styrjöldinni og létu lítið fyrir sér fara, en voru þó margir teknir af Gruumsh og breyttir yfir í “Hog Goblins”


Framhald Fylgir :)

Crestfallen




Kort af Toril (plánetunni):
http://www.geocities.com/zhentar2003/toril_2.jpg

Kort af Faerun (Landinu):
http://culhaven.opencg.org/dnd/campaign/images/faerun.jpg