Þá er komið að því að hefja spunann.

Þeir spilendur sem hafa staðfest þátttöku sína í spunanum eru:

Seljeseth Human Conjurer
Skuli17 Elf Wizard
IceQueen Elhaineth Halfling Druid
rAz Xaracus Fighter/Thief Halfling
orrmundur Kunbat “Kubbur” Stálskeggur Barbarian Dvergur
HackSlacka *vantar upplýsingar*
Frestur Elaine Smallhill (Lana) Halfling Bard

ATH! Þetta eru bara þeir sem staðfestu sig. Staðfestir þátttakendur verða að senda inn inlegg a.m.k. einu sinni til tvisvar í viku, svo þetta haldist eitthvað saman.
Spilendur verða að reyna að halda sig við rammann og eiga helst ekki að taka að sér hlutverk annarrar persónu.

Ef það eru fleiri sem hafa áhuga á að vera með í þessum spuna skulu þeir aðilar senda skilaboð á mig.

Upplýsingar um Pradus má finna hér.

Svo virðist sem kortið sé ekki til staðar en það ætti að reddast brátt.

Ég mun reyna að hafa einhverja yfirumsjón með spunanum og ég vona innilega að Vilhelm muni taka að sér “hlutverk” spunameistara.

———————

Þið munið hefja spunann í Gelon (Gelon er staðsett við Saltvatnið mikla, helsti iðnaður er fiskvinnsla, skv. Vilhelm). Ég skal koma ykkur af stað (ath. ég er engin persóna í spunanum):

Það var sumarmorgunn og fuglarnir sungu sinn yndislega söng. Kyrrð lá yfir bænum Gelon. Í mörg hundruð ár hafði þessi friðsæli bær verið miðstöð fiskiðnaðar enda feikilega góð fiskimið úti fyrir ströndum Saltvatnsins. Stór hóll gnæfði yfir bænum. Ofar var lítill skógur þar sem sagt var að í byggju skógardísir, svo fagrar að enginn gæti nokkurn tímann fengið sig til þess að gera þeim nokkuð mein.
Íbúra Gelon höfðu þegar hafið dagsstörf sín og margt var um manninn á litla bæjartorginu. En inni á krá einni sátu nokkrir ferðalangar með stórar hugsanir. Gleði ríkti þar inni og sungu margir og dönsuðu.