Dökk augun horfðu á bardagann sem var í fullum gangi. Hinir reyndu í örvæntingu að fella drekann, en skepnan var einfaldlega og máttug.
Augu Valeriusar staðnæmdust á Kvasi. Fangelsunargaldur? Hvað var hann að hugsa?
En enginn tími var til að stöðva Kvasi. Það var aðeins ein leið til að ljúka þessu, jafnvel þótt Valeriusi væri meinilla við að reyna hana.
Hann einbeitti sér og sveiflaði brynklæddri hendinni.
Félagarnir köstuðust frá drekanum og skutust í allar áttir, og voru svo stöðvaðir fremur harkalega af veggjunum.
Gott, þeir voru ekki lengur fyrir. Þá var það erfiði parturinn.
Valerius lyfti höndunum, drekinn gnæfði yfir honum með glott á hræðilegu andlitinu. Flugbeittar klær reiddu til höggs…
Valerius sleppti öllum hömlum.
Skærblá orka þrýstist út frá honum og gaus síðan upp í storm úr hreinni eyðileggingu. Hann vafraði brjálæðislega um herbergið skamma stund, en færði sig svo til að umlykja drekann og Valerius.
“RRRRAAAAAAAWWWAAAARRRRGGHGHHHHH!!!!!!!!!” öskraði drekinn, meðan stormurinn tætti hold hans. En Valerius stóð bara með útrétta arma og hreyði sig ekki. Augun höfðu blossað upp í rauða loga á ný.
Þrymur náði að klifra upp á bak drekans. Hann þurfti að ná athygli drekans svo að Þrymur myndi komast nógu nálægt. Hann ákvað að fara fram á haus drekans því það myndi vera eini staðurinn sem að hann myndi ná að rjúfa hold hans. Hann náði að komast fram á höfuð drekans en það var skammur tími því að þegar Þrymur stakk í augntóft drekans þar sem að ekkert bein var trylltist hann og þeytti Þrym eins tuskudúkku upp í loftið. Þegar þrymur byrjaði að falla niður aftu sá hann að það var aðeins ein leið til þess að hann myndi ekki falla til jarðar og deyja hann mundi þurfa að lenda upp í kjafti drekans. Hann féll niður og náði að detta ofan í skolltin á drekanum, sýra brenndi hann allstaðar og hann var næri máttvana en þá heyrði hann drekann segja “Það er leitt hvernig fór fyrir bróðir þínumÞrymur en svona gerist einfaldlega þegar maður er ekki nógu öflugur til að verja sinn eignn bróður. Þrymur trylltist við þessi orð og fann hvernig hatrið og reiðinn gáfu honum næstum ómannlegan styrk. Hann náði að fara upp á höfuð drekans og keyra Skrímslabít alveg upp að hjöltum í annað auga drekans og svo snéri hann sverðskaftinu þannig að það opnaðist og út skutust lítil blöð í hliðunum og síðan dró hann sverðið úr og stakk aftur og fann að drekinn var kominn nálægt dauða…. svo hann renndi sér niður bak hans því að Valerius var byrjaður að galdra á drekann. Enn þegar hann var kominn niður fór hann beint fyrir framan drekan þannig að haus dýrsins var aðeins nookra sentimetra frá honum og þá sagði hann ”svona fer fyrir þeim sem eru ekki nógu öflugir til að verja sjálfan sig“ og að því mæltu rakk hann Skrímslabít í mitt enni drekans og spyrnti með öðrum fætinum og hann fann hvernig sverðið smokraðist inn´….
Eriol stóð upp, hann var að breytast aftur í sitt venjulega form, hann sá félaga sína standa yfir drekanum se var hálfdauður, hann gekk að Valeriusi og sagði ”hvað er hinn blóðbölvaði?" síðan datt hann meðvitundarlaus í gólfið….
ég sleppti einu frá mér.
Fëanor, Spirit of Fire.