Ég er nú nýbúinn að klára Star Wars KotorII: Sith Lords. Þessi leikur er algjör snilld líkt og fyrri leikurinn. Þó svo að grafíkin hafi ekki verið mikið bætt og gameplayið sé nánast það sama (enda bara ár síðan fyrsti leikurinn kom út) gefur þessi leikur fyrri leiknum ekkert eftir og er á nokkrum sviðum betri.
Þeir sem muna eftir class-unum í fyrri leiknum vita að það var ekkert svo mikil fjölbreytni þ.e aðeins 3 class og ekkert svo frábrugðnir. Í nýja leiknum er hinsvegar búið að bæta þetta aðeins og því fær maður meiri tilfinningu fyrir charater development-inu. Fyrst byrjar maður að velja eins og í fyrri leiknum; Jedi Sentinel, Guardian og Consular en þegar maður hefur náð 15.leveli þarf maður að sérhæfa sig meira og þá velur maður milli þriggja classa; Jedi Weaponmaster, Jedi Watchman eða Jedi Master. Ef maður er Sith þá Sith Maurauder, Sith Assassin og Sith Lord.
Eins og sjá má þá getur maður til dæmis sérhæft sig í combat s.br Jedi Weaponmaster og þá verður maður nánast óstöðvandi fighting machine, sem getur verið mjög gaman. Einnig getur maður sérhæft sig í ForcePowers og orðið svona Yoda týpa þ.e Jedi Master. Og ef maður er Sith þá Sith Maurauder og Sith Lord. Svo koma Jedi Watchman og Sith Assassin sem fara svona milliveginn milli tveggja pólanna.
Til þess að auka enn meir á fjölbreytnina hafa Bethesda menn bætt svokölluðu combat-style kerfi í leikinn. Alls eru 12 stílar sem allir sérhæfa sig að sérstökum aðstæðum. Þessa stíla lærir maður svo hægt og rólega í gegnum leikinn. T.d einn virkar vel gegn mörgum óvinum en illa gegnum einum, annar virkar vel gegn blaster deflection en illa gegn force powers og svo fram eftir götunum. Því þarf maður að beita meiri taktískri hugsun fyrir hvern bardaga en í forveranum og gefur þetta leiknum skemmtileg krydd í gameplayið.
Einnig í leiknum spila NPC-arnir mun stærri hlutverk, í KOTOR II er komið svokallað influence kerfi þ.e að með dialogum og actionum í leiknum gain-ar maður influence hjá NPC og kemur sér því í mjúkin hjá þeim eftir hvaða alignment þeir og maður sjálfur aðhyllist. Og í gegnum þetta getur maður lært ýmislegt af NPC s.s combat styles eða bætt á sig skills og allskonar.
Annar nýr fídus í þessum leik er svokallað “workbench creation thingy” (ekki flott nafn). Eins þeir muna sem spiluðu fyrri leikinn muna eftir workbench sem maður notað sumstaðar í leiknum. Í fyrri leiknum var hinsvegar aðeins hægt að upgrade-a hluti í honum en í KOTORII þá getur maður notað hann til þess að búa til hluti. Og maður getur búið til allt mögulegt, allt frá medpack upp í geðveikan armor eða blaster. Og spila þá skill-arnir stórt hlutverk. Því til þess að búa til sérhvern hlut þarf maður að vera með tiltekið mikið í ákveðnum skill til verksins, og spila allir skill-arnir inní. Sem gefur þeim meiri virkni í þessum leik því eins og í fyrri leiknum þá voru skill-arnir ekkert svo nothæfir þegar maður var kominn lengra inn í leikinn.
En ég mæli með þessum leik fyrir alla þá sem hafa bæði gaman af Star Wars heiminum og bara roleplaying leikjum því þessi klikkar ekki. Og ef menn eru þeim kostum búnir að vera með moddaða xbox tölvu þá geta þeir dl leiknum af netinu. Annars er það bara að bíða þar til í feb eða mars er hann kemur út hér í Evrópu.
Kv. dadawg