Þögn…
Þögn hafði verið ríkjandi undanfarna mánuði. Fáir komu, fáir fóru, allt hélst rólegt. Fólk hélt áfram sínu daglega lífi eins og það hafði alltaf gert, nema nú var hjarta þess þungt. Söknuður hin ríkjandi tilfinning, sorg þar á eftir.
“Hvert fóru þeir?” velti fólkið fyrir sér. “Hvað kom fyrir?”
Enginn vissi hvað hafði gerst, og enginn þorði að spyrja. Sorgin var einfaldlega of mikil. Á nóttunni, þegar svefn náðist ekki, syrgði fólk og rifjaði upp gömlu daganna.
“Gullna Tímabilið” var það nefnt því aldrei áður hafði vonin verið jafn sterk, jafn falleg í hjörtum þess.
Kerti voru kveikt, sálmar sungnir en sú tíð var liðin. Tár féllu á hverjum degi, svo mikill var söknuðurinn. Svo mikil var sorgin.
Þögn…
Alltaf þögn.
En svo var það, á vetrardegi einum, að hljóð heyrðist. Þetta var eins og tónlist í eyrum fólksins og allir hættu sínum verkum til að gá. Og viti menn, fáni sást í fjarska, fáni borinn af kunnulegum mönnum.
Þeir gengu stoltir, prúðir, geislandi af von og hamingju sem strax var farin að kvikna í hjörtum aðstandenda. Hvert skref var sem sprenging af tilfinningum; gleði, ást, umhyggja, stolt og fleiri tilfinningar en ég get nefnt hér.
“Þeir hafa snúið aftur!” hrópin heyrðust um allt. Hátíð skal vera haldin, hátíð sem mun aldrei taka á enda. Já, herrar mínir og frúr…
Bloogiejeggers eru komnir aftur!!

————————————

Nokkrar breytingar hafa orðið á félaginu. Í fyrsta lagi eru þó nokkuð fleiri leikir sem félagið styður.

Studdir eru:
Fallout
Fallout 2
Knights of the Old Republic
Pirates of the Caribbean
Planescape: Torment
Sea Dogs
The Elder Scrolls: Arena
The Elder Scrolls: Daggerfall
The Elder Scrolls: Morrowind

Umræður innan stjórnarinnar um að styðja fleiri leiki eins og Final Fantasy seríuna hafa verið í gangi.