Þar sem ég er orðinn stjórnandi hér og Daedalus er víst frekar óvirkur í augnablikinu ákvað ég að breyta einhverju hér á síðunni til hins betra. En ég ætla að fá að vita hvað þið segið um þessar fyrirætlanir mínar.
Ég er þegar búinn að færa kubbinn “Skemmtilegir hlutir” ofar og galdur vikunnar er kominn þar inn. Ég mun reyna að senda þar inn “galdra- og hlutarýni” og verður það þá helst úr BG og IWD. Einnig mun ég þó e.t.v. koma með eitthvað úr Morrowind, NWN og einhverju fleiru. Ég ætla a.m.k. að strengja það áramótaheit að koma með þannig greinar aðra hverja viku í minnsta lagi.
Annað sem ég var að hugsa um er uppsetning síðunnar. Nú eru kubbarnir “Leikjafréttir” og “Leikjarýni” algjörlega óvirkir hjá þeim sem geta sent þar inn (ég hef víst ekki leyfi til þess) og var ég því að hugsa um að taka þá út. Vil a.m.k. fá að heyra frá ykkur um það, tek þetta alls ekki út ef þið viljið það ekki.
Einnig finnst mér að áhugamálinu vanti banner, en það er myndin ofarlega til hægri sem er á sumum áhugamálum. Það gæti þess vegna verið skemmtilegt að hafa “banner-samkeppni” þar sem keppendur taka hinar ýmsu myndir (auðvitað bara hluta af þeim) sem tengjast CRPG og steypa í eina litla.
Ég tel möguleika á því að gera þetta áhugamál virkara með ýmsu móti. Hugsanlega getur greinasamkeppni hleypt af stað blóðinu í ykkur eins og er á áhugamálinu um Tolkien. Hvað segið þið um greinasamkeppni? Einhverjar tillögur? Sjálfur gæti ég ímyndað mér þemað sem: “Persónur úr Baldur's Gate, Icewind Dale og Neverwinter Nights” en ef þið viljið fleiri leiki nefnið það þá.
En því miður er ekki stutt í marga leiki sem beðið er með órþreyju, en þegar NWN2 og BG3 koma (tvö til þrjú ár) og Oblivion og Fallout 3 gæti orðið svo að þetta áhugamál sé dautt. Það viljum við auðvitað alls ekki. Skellið ykkur því aftur í þá gömlu góðu og uppgövtið eitthvað nýtt sem þið getið deilt með okkur hinum.
Kveðja, Bonzo