Úr fyrri kafla:

————-

Kvasir hafði heyrt samtal Eriols og Alroths. Hann vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Kvasir ákvað að bíða, og sjá hvað hinir bardagamennirnir myndu gera, kannski voru orkarnir vinveittir, hann settist við borðið hjá hinum og sagði þeim fréttirnar í þvílíku óðagoti að vart skildist orð af því sem hann sagði. Kvasir var logandi hræddur og hinir litu á hann með undrunarsvip þegar að hann kom með kenningu sína um vinveitta orka. Kvasir tók sérstaklega eftir glampanum sem kom í augu Heimdalls, sjáöldrin víkkuðu og hann fór að anda stíft. Andvari var þvert á móti afslappaður og fór að telja kjark í Kvasi. Skyndilega heyrðust heröskur fyrir framan húsið og hurðin var brotin niður..

Eriol hoppaði inn um gluggann og ýti Alroth frá, hann hljóp að borðinu og tók upp bogann og örvar, hann spennti bogann og miðaði á orkann, orkinn tók upp sverð, en um leið og hann sá Heimdall stoppaði hann og létt sverðið sýga, þá sagði orkinn “Ert þú Heimdallur?” og leit á Heimdall….

Þrymur hafði farið úr bænum eftir bardagann til að rekja för varúlfanna og sjá hvaðan þeir hefðu komið. Hann þurfti að labba lengi áður en hann gat séð hvaðan varúlfarnir hefu komið. Hann komst ekki á enda sporana því hann sá sér til undrunar að stór hópur orka voru á leið til kofans sem að hann hafði séð hina safnast saman. Þetta voru óvenju vel útbúnir orkar. Þeir höfðu allir góð og vönduð sverð og lásuboga sem voru festir utan á þá og voru allir með skildi á stærð við hálfan mann og sumir voru vel ríðandi á stríðshestum. Þrym fannst þessir orkar vera óvenju skipulagðir og vel útbúnir hann heyrði þá líka tala um Heimdall og um það aðflytja honum skilaboðinn. Hann ákvað að fylgja þeim en þó í fjarlægð. Hann sá þá koma að kofanum eins og ekkert væri sjálfsagðara og þeir spáðu ekkert í því hvort þeir myndu vera drepnir eða ekki. Hann sá ein orkan fara inn en sá að hinir orkarnir stilltu sér upp fyrir utan dyrnar annaðhvort til aðfara inn ef eitthvað gerðist eða berjast við mennina fyrir utan. Þrymur ákvað að fara bara fyrir aftan kofan til að gá hvað væri að gerast. Hann sá að einn af félögum sínum dró upp bogann sinn og miðaði á orkann sem tók síðan upp sverðið sitt og setti skjöldinn upp sér til varnar en lét hann síðan síga og talaði einhver orð og benti á heimdall. Þrymur ákvaðað bíða í leyni og koma óvininum á óvart ef einhver bardagi yrði.

———
OOC hér…
Næst á eftir er Moli…
———