Andvari og Kvasir gengu í gegnum fagran skóginn. Sólin var hátt á lofti, og fuglar sungu í trjánum. Það var logn og hitamolla. Stórar eykur gnæfðu yfir þá, í fullum blaðskrúða, og vindurinn söng í laufblöðunum. Að lokum komu þeir SólHofinu, eða öllu heldur, rústunum af því. Steinblokkir höfðu fallið og þær sem eftir stóðu voru þaktar í vafningsjustum sem skörtuðu fögrum blómum. Í gegnum trén glitti í gullna styttu af einhverri persónu að byðja til sólguðsins…
Andvari tók til máls.
“Eitt sinn kom ill skuggavera hingað og óhreinkaði þennan helga stað. Hún hafði ráðið skuggadreka í sína þjónustu, og var drekinn staðsettur inni í stórum sal. Ingangurinn að salnum er einhverstaðar hjá styttunni þarna.”
Hann benti á staðinn, og hélt síðan áfram:
“Einhver hetja kom hingað fyrir nokkrum árum, drap drekann og hreinsaði Djöfulinn burt.. Það lýtur ekki út fyrir að það sé eitt nér neitt eftir af því ílla afli, en eitthvað er að koma aftur upp.”
“Ég veit ekki hvort þú veist af hverju ég er hér, fyrir það fyrsta, en ég skal útskýra það allt saman, og meira til. Þrátt fyrir að þú hafir heyrt mig segja frá ýmsum hlutum áður, þá þarf ég að segja þá aftur, svo að þetta verði nú all ljóst fyrir þér.”
Þeir skoðuðu sig um, og ákváðu síðan að fá sér sæti hjá fallegum gosbrunn sem einhverra hluta var enn vel virkur. Mosi og vafningsjurtir höfðu tekið hann undir sig einsog allt annað á þessum stað. Það seitlaði tært vatn í brunninum, og þeir drukku af því. Himneskt tært bragð var af því, og það var kalt og svalandi.
“Jáh, sagan um hvarf Diradets, og vina hans…”
Hann dæsti og hugsaði sig örlítið um. Hann söng síðan angurvært:
Á grasgrónum velli, í grænni laut
þar sem grasið var þétt, þar sem ljós tindraði
á brotin.
Diradet þar áður stóð
dapur eftir langa ferð,
á slóð djöfla, hann áfram óð…
Hann hætti, og starði út í skóginn.
“Hah, fegurð og saga þessarar staðar, tælir fram tárin. Þetta ”ljóð“ er mun lengra, en ég man ekki meira af því í augnablikinu. Það hafa ömurlegir atbuðir gert þennan stað að víti, en ljósið virðist ávallt hafa unnið sér réttan sess aftur, hér…”
Þögn.
“Eitt sinn, fyrir um fimm árum var framið rán og morð í Beregost, og ungum dreng, að nafni Runrik, var kennt um ódæðið. Runrik var bróðir Diradets. Sá myrti, Meroran var mikilsvirtur, rammgöldróttur töframaður. Óþarft að minnast þess að hann var mun, mun öflugari heldur en ég, og flestir aðrir. Sjálfur Elminster þekkti hann gjörla vel, og var fjandmaður hans til margra ára, sem mér fannst undarlegt. Hann var öðlingur, að því sem ég hef heyrt, frá íbúum Beregost, en, Elminster… Ég átti orðaskipti við hann fyrir nokkru, og hann sagði Meroran eiga sér skuggalega fortíð. Hann hafði í fórum sínum gífurlega máttugan grip; brynglófa, að nafni Gríðarvölur. Gríðarvöl var stolið, þegar Meroran var myrtur. Runrik átti að hafa tekið hann. Þessi gripur gerði honum kleift að nota hvaða sverð sem er…sem meistari.”
Andvari brosti og hló þegar hann sá viðbrögð Kvasir, sem voru hrein undrun.
“Ég er þegar búinn að láta mikið gull fara í smíði Mánasverðs, sem ég er búinn að nefna ”Draupni“. Það sverð ætla ég að nota til að auka mátt minn.”
“Gríðarvölur veitir auk þess þeim sem ber hann mikla vernd frá íllum öflum, og náttúruöflunum.”
Hann skóflaði upp meira vatn með höndunum úr gosbrunninum, og hélt áfram.
“Það var tilgangslaust fyrir mig að leita að Runrik… Drengurinn sá hvarf án þess að skilja nokkra slóð eftir sig. Hinsvegar var bróðir hans, Diradet ekki á því að hætta leita hans, var eitt ár úti á vegleysunum. Ég veit ekki hvað honum Runrik gekk til, en ég hef grunsemdir um að Meroran hafi lagt bölvun á Gríðarvöl. Þannig að hver sem bæri hann án leifis Merorans myndi, ja, ganga af göflunum, breitast í eitthvað ógeðfelt dýr og eða þaðanaf verra. Þetta eru bara getgátur hjá mér, en ekki svo langt frá hinu rétta.”
Fuglaskari flaug hátt yfir þeim.
“Þessvegna langar mig til að finna eitthvert þeirra; Diradet, Unikor eða Chethir. Ég er viss um að þau hafa fundið út hvað gerðist. Náttúrulega væri það þægilegast fyrir mig að fá strax aðgang að Runrik. En það sem ég veit er að, fyrir fjórum árum, þá kom Diradet við í Umar Hills, einn, og fór síðan hingað uppeftir. Síðan hefur ekki spurst til hans, né vina hans.
Það sem ég HELD að hafi gerst er hinsvegar annað og verra. Meroran átti að hafa haft ílla fortíð, það var ég búinn að segja þér. Ég tel að það sé rétt og satt,enda eru orð Elminster traustsins verð. Hann hefur fengið hlutina sem Gríðarvölur er búinn til úr, í gegnum særingar og þulur. Meroran fékk, eða stal öllu heldur, einhvurn hlutann frá sjálfum Guðunum, eða annarskonar verum sem ganga í öðrum veröldum þessa alheims!
Gríðarvölur er ekki ”bara“ brynglófi með aukalega galdragetu, heldur einskonar miðill eða hlið milli heimanna. Bölvun Merorans hafði sín áhrif á Runrik, sem drap líklega drap Meroran, en, eitthvað annað náði valdi á huga hans, þegar hann setti glófan upp og neiddi hann hingað, í sólhofið.
Ég skil samt ekki hvernig Runrik, sem var 17 ára unglingur, hefði getað banað öflugum galdramanni einsog Meroran…nema kanski með Gríðavöl á hendi sér.
Einu ári síðar, eða svo, skiptu þau Diradet, Unikor og Chethis sér upp, og Unikor fór hingað, og fann einhver ummerki eftir Runrik. Hann gat einhvernvegi náð til Chethis, og Chethis tókst að komast aftur til Diradets, og hann fór hingað, til að leita bróður síns. Hvort þau hafi síðan öll látið lífið, það veit ég ekki og ég vona ekki.
Í fimm ár, hefur eitthvað verið að magnast upp, frá degi til dags, viku eftir viku og mánuð eftir mánuð. Þegar er illur dreki með sendiboða dauðans á baki sér, kominn á stjá, og auk þess er einhver vera frá öðrum heimi byrjaður að sýna áhuga sinn á málinu.”
Hann tók sér pásu eftir langa ræðuna og fékk sér matarbita.
“Þú vilt kanski vita, hvernin ég veit af verunni?”
Andvari blístraði hátt og snjallt og kallaði:
“Doca!”
Kvasir sá “eitthvað” hálf ósýnilegt fljúga í gegnum loftið setjast á öxl Andvara. Að horfa á það var einsog að horfa í gegnum bjagað gler.
Lítill dreki kom í ljós, um 30 cm á hæð. Agnarsmár dreki, væri rétt orð yfir það sem Doca var.
“Doca, þetta er Kvasir einsog þú veist nú þegar. Kvasir, þetta er þjónn minn, og félagi til margra ára: Doca. Hann hefur auk þess tvö skörp augu, sem ég nýti mér óspart til að fylgjast með þeim sem eru mér mikilvægir. Síðast bað ég hann um að fylgja Heimdalli, til að vera traustur og tryggur ráðgjafi…Doca er merkilega gáfað dýr.”
Doca skríkti af undarlegum drekahlátri, flaug yfir til Kvasir, settist á öxlina og sleikti kinn hans.
“Doca, segðu Kvasir það sem þú sást.”
Drekinn sagði Kvasir frá orðaskiptum og bardaga Heimdalls, og Valerius, sem Andvari áleit vera “Planewalker”.
“Hvað gerum við núna meistari?” spurði drekinn og flaug uppá gosbrunninn til að fá sér að drekka.
Andvari hugsaði sig um…
“Við skulum skoða okkur um hér, og athuga ef við finnum ummerki frá fyrrir tíð. Við getum jafnvel rekist á einhver verksumerki eftir Diradet og félaga hans. En, við munum ekki fara inní Sólhofið fyrr en okkur hefur borið liðsauki. Einhverjar spurningar hljóta að brenna á vörum þínum, Kvasir.”