Nú getum við byrjað að brosa aftur því í októbertölublaði PCGAMER kemur fram að þriðji leikurinn í BG seríunni muni koma út. Þessi leikur tengist á engan hátt þeim BG3 leik sem var hætt við þegar Interplay missti leyfið. Ekki er búið að ákveða hver skuli gera leikinn en Atari gefur hann a.m.k. út. Leikjavélin sem mun verða notuð er enn óákveðin. Verður notast við D&D reglur 3.5 fyrir leikinn.
BG3 mun ekki vera framhald af hinum frábæra söguþræði BG 1&2 leikjanna, en mun hafa svipað yfirgrip. Sagan mun gerast snemma á dögum borgarinnar Baldur's Gate (eins og ég skildi það). Mun Atari vinna með Wizards of the Coast til að sagan, persónurnar og vettvangur verði sem best er á kosið og í samræmi við fyrri leikina. Verður reynt að hafa eitthvað af uppáhalds stöðum, persónum og týpum (class) spilara. Í stað þess að öll (eða langflest) “skills” og quest muni tengjast bardaga, eins og í fyrri leikjunum, munu þau verða fjölbreytilegri. Þá mun verða hægt að taka að sér fleiri verkefni sem eru “blóðlaus” en þau voru all nokkur í fyrri leikjunum, en þó kannski of fá fyrir suma. Ekki fara samt að hafa áhyggjur um það að leikurinn verði með fáa bardaga, en það verður mikið um þá í BG3.
Það mun verða hægt að “zooma” inn til að komast nær bardaganum og eins og segir í blaðinu, sjá óttann í augum orksins þegar þú skýtur hann með eldhnetti (fireball). Ekki er búið að ákveða hvort BGIII verði með real-time eða turn-based bardaga kerfi.
Baldur's Gate 3 mun ekki verða blanda af action og RPG leik eins og hinn ágæti BG:Dark Alliance er.
Ekki get ég skrifað mikið meira um þennan leik því það eru enn sem komið er svo litlar upplýsingar um hann.
Einnig var sagt frá því að Neverwinter Nights 2 muni koma út árið 2006 og mun hinn nýji D&D leikur Dragonshard koma út 2005.
Allar heimildir/upplýsingar eru fengnar úr októbertölublaði PCGAMER: Volume 11, number 10.
Brynja