Þetta er RPG leikur sem er gerður af þeim sem gerðu Fallout 1, Fallout 2 og Dungeon Keeper.
Virkar grípandi? jámm.. :)
Arcanum átti að koma út í maí núna en honum var frestað vegna þess að það þurfti að þýða leikinn á frönsku svo báðar útgáfaurnar kæmu út á sama tíma, hann kemur í september 2001, og er sá dagur 100% staðfestur og það verða 100% engar seinkanir.
Fyrir þá sem vita ekki hvað arcanum er eða hvað hann gengur út á þá ætla ég aðeins að koma in á það.
Þetta er leikur sem gerist á tímum iðnbyltingarinnar.
Þú getur sérhæft þig í að berjast með “baldurs gate” vopnum, göldrum, byssum eða orðum(þú átt að geta komist í gegnum allan leikinn án þess að berjast).
Leikurinn er HUGE! Þú þarft aldrei að loda mappi, þú bara heldur áfram að labba og labba og labba(þótt þú getir farið á world map og klikkað á staði þar til að vera fljótari) Ef þú ætlaðir að labba frá einum endanum á heiminum til annars án þess að nota world map þá tæki það þig 32 klt í REAL LIFE.
Galdrar og tækni fara ekki saman, td ef þú ert galdrakall og ætlar að taka lest´þá verðuru að sitja aftast í henni til að þú ruglir vélina ekki. Fyrir þá sem eru “techs”(öfugt við mages) þá eru svona uppfinningar(eins og scrolls fyrir mages) sem þú getur búið til hluti úr.
Þessi leikur bíður upp á endalausa möguleika og til gamans má geta að í stærstu borginni í leiknum(tarant) þá eru nokkrar tískubúðir þar sem þú getur keypt föt.
Þeir sem eru búnir að vera að gera leikinn eru búnir að vera ótrúlega duglegir að svara spurningum okkar og er einn sniðugur maður búinn að taka allar spurningarnar og setja í einn RISAstóran überFAQ(finnur hann hér, http://www.terra-arcanum.com/council/uberFAQ.shtml )
Ég er búinn að vera að fylgjast með þessum leik í 2 ár núna og er orðinn óóótrúlega spenntur fyrir honum. :)
Demoið er komið í nokkrum tímaritum en er ekki ennþá komið á netið, ég pósta urlinu um leið og það kemur :)
“I refuse to have a battle of wits with an unarmed person”