Það eru komnar þónokkrar nýjar upplýsingar um Throne of Bhaal, aukapakkann fyrir Baldur’s Gate II: Shadows of Amn. Hér eru nokkur atriði af þeim mörgum sem að komu fram:

<b>Um Abyssal strongholdið:</b>

1) Það er nátengt sögunni.
2) Þar gerast fullt af hlutum.
3) Þú getur heimsótt það hvenær sem er í gegnum portal.
4) Þú getur skilið alla NPC-ana úr BGII:SoA þar og komið og sótt þá síðar.


<b>Um kortin:</b>

Þeir sem að hafa spilað Icewind Dale kannast við það að maður gat séð hvernig persónurnar hreyfðust á svæðiskortunum. Spilandinn getur nú ráðið hvort það er á pásu eða ekki þegar þeir eru að skoða kortin :)

<b>Potion Bags:</b>

Það er búið að bæta við Potion Bags og þeir virka víst mjög vel. Það er búið að bæta við fleiri Bags of Holding og ammo belts inn í aukapakkann en auk þess verða líka Scroll Cases og Gem Bags eins og það er í leiknum núna.


<b>Add-on og Add-in partarnir í Throne of Bhaal:</b>

Add-In parturinn er risastór dýflissa sem kallast Watcher’s Keep. Þegar þú installar Throne of Bhaal er svæðinu bætt í Shadows of Amn heimskortið. Þú getur farið þangað hvenær sem þú vilt en það er ráðlagt að þú hafir alla kallana þína á a.m.k. lvl 10 þegar þú ferð inn í það. Watcher’s Keep er c.a. helmingurinn af aukapakkanum (VÁ!) og er hægt að fara í það frá Shadows of Amn heimskortinu og Throne of Bhaal heimskortinu.
Í sambandi við Add-On partinn, þá heldur söguþráður leiksins áfram í þeim hluta hans. Illt afl berst eftir Sword Coast og party-ið þitt er hrakið suður til þess að læra meira um Spádóm Alaundos og til þess að finna sér nýjan stað (sem barn Bhaals) í þessum spádómi. Þeir gefa okkur alveg glænýtt heimskort, en það nær frá suðurhluta Tethyr að norðurhluta uppáhalds lands míns í Forgotten Realms, Calimshan. Alveg eins og frá Baldur’s Gate 1 til Baldur’s Gate 2, þá er allt algjörlega nýtt.

Einn af fyrstu hlutunum sem fólk óttaðist var að fá alla hlutina sem að það hefur geymt í Strongholdunum sínum og á fleiri stöðum. Þeir hafa því nokkrar lausnir á þessu máli:
1) Þú getur Importað frá Final Save í Shadows of Amn. Alveg eins og í Baldur’s Gate 1, þá er þetta rétt fyrir síðasta bardagann. Allur útbúnaður sem að þú ert með í síðasta bardaganum verður fært yfir í Throne of Bhaal. Þú getur klárað síðasta bardagann og farið yfir í Throne of Bhaal eftir síðasta myndbandið í Shadows of Amn.
2) Þeir hafa fullt af importation valmöguleikum. Þú getur importað frá öðrum Shadows of Amn save-um. Ef þú gleymdir einhverju eða ert ekki enn búin(n) að klára Shadows of Amn, þá geturðu samt farið beint inn í Throne of Bhaal. Allar persónur sem eru með innan við 2.000.000 exp ná því marki þegar þú byrjar, og fá auk þess Bag of Holding með fullt af góðum hlutum! Þeir fullvissa okkur um að við verðum á sanngjörnu leveli þegar maður byrjar á aukapakkanum.
3) Þú getur byrjað nýjan leik í Throne of Bhaal – þú ferð í gegnum persónusköpunina alveg eins og í Shadows of Amn, þú getur valið nýja valmöguleika eins og Wild Mage (virkar líka í Shadows of Amn). Þú gerir þér character með 2.000.000 exp. sem verður gefið fullt af hlutum og göldrum sem að passa við það level sem þeir eru á þegar þeir fara inn í aukapakkann.
4) Allir þessir Import eða New Game möguleikar munu gefa þér möguleika, í nýja strongholdinu þínu, að ná í alla Shadows of Amn NPC-a sem ekki eru dauðir. Það er líka einn nýr NPC sem þú hittir í nýja strongholdinu þínu.

Í stuttu máli, þá hefur þú valmöguleika. U.þ.b. helmingur aukapakkans er í Shadows of Amn (líka hægt að fara þangað úr Throne of Bhaal). Ef þú ert vandræðum um hvað á að gera, þá er hægt að fara þangað og geyma þar alla þá hluti sem að þú vilt nota í aukapakkanum. Ef þú hefur ekki áhuga á þessu, þá færðu mikið af góðum hlutum sem nægja til þess að komast í gegnum leikinn, sama hvað þú hefur þegar þú byrjar á Add-in partnum.


<b>Um Mirror Image:</b>
Spell effectið fyrir Mirror Image hefur verið breytt og lítur nú út alveg eins og það er í Icewind Dale, þ.e. virkilega, virkilega sweet!

Það var líka minnst á Experience Capið, en ekkert sem merkilegt mætti teljast.

Kv.
willie