Það gerist alltaf á nokkra alda fresti
að hópur fólks breytir heiminum
þessir hópar eru meðal annars riddararnir sem fóru í krossferðirnar í mið-austurlöndunum, rómverjar og Kólumbus og áhöfn hans
það hefur liðið langt síðan að síðasti hópurinn var uppi:
en nú eru þeir komnir….
Dag einn var ungur piltur að nafni Mr. Garfunkel að ganga um fríhöfn sér til dundurs. Hann var að skoða sig um í búð þegar hann rak augun í tölvuleik sem bar nafnið Morrowind. Hann skoðaði hulstrið og ákvað loks að kaupa sér leik þennann, en eigi vissi hvað þessi leikur myndi hafa mikil áhrif á framtíð hans.
Nokkrum dögum síðar var annar piltur að nafni Orrmundur að bíða spenntur eftir komu leiksins Morrowind. Hann hafði lesið um leikinn og var gjörsamlega að deyja úr spenningi. Svo kom að því, Morrowind kom til landsins! Orrmundur “stökk” út í næstu BT um leið og hann heyrði fréttirnar. Loksins var hann kominn, biðinni lokið. Orrmundur setti svo leikinn í geisladrifið og installaði. Hann iðaði um í sætinu, gat ekki setið kjurr, spennan var að fara með hann. “Done” loksins, hann gat farið að spila.
Þegar hann prófaði leikinn fann hann undursamlega tilfinningu um allan líkamann, hjartað sló sem aldrei fyrr. Ást við fyrstu spilun. Enginn tölvuleikur hafði svona mikil áhrif á líf þessa drengs. Dagarnir liðu og hann var farinn að spila allt að 14 tíma á dag. En ekkert endist að eilífu og brátt kom skólinn og þá gat hann aðeins spilað 10 tíma á dag.
En ekkert er alslæmt því þar hitti hann Virken Schnuffenbiff sem sýndi Morrowind ákaflega mikinn áhuga. Brátt var Virken búinn að toppa Orrmund í Morrowind nördaskap. Átti hann galdravopn mörg og brynjur.
Báðir drengirnir spiluðu leikinn eins oft og mikið og þeir gátu. Dag einn, eftir mikla spilun datt þeim í að stofna clan. Clan sem myndi styðja hugsun þeirra og Morrowind fíkn. Þeir ákváðu að standa saman. Þeir þurftu bara nafn. “Bloogiejeggers” hljómaði í hugum þeirra, nafn sem fyllir mann af stolti og baráttuanda. Flestir hlógu bara að þeim og sögðu þetta ómögulegt en þeir héldu áfram. Brátt áttuðu þeir sig á að þetta væri nú varla clan ef bara þeir tveir væru í því, stuttu síðar gekk “Arnar” til liðs við þá. Ekki er vitað hvaðan nafnið kemur.
Nokkrum vikum síðar gekk Mr. Garfunkel í Bloogiejeggers. Hann var víst frændi Virken og vinur. Mr. Garfunkel sannaði sig sem einn virkasta meðlim clansins og var því settur í stjórnina ásamt stofnendum clansins.
Fleirri og fleirri gengu nú í clanið. Þar á meðal einn utanaðkomandi aðili sem sótti um, Poggi1, ég hrósa honum fyrir hugrekki sitt. En nú eru Bloogiejeggers orðnir 8 og svo eru 3 væntanlegir meðlimir.
Bloogiejeggers hafa nú stækkað svið sitt og taka nú einnig við fólki sem spilar Fallout, Fallout 2, Sea Dogs og/eða Pirates of the Caribbean. Enda eru þetta allt afbragðs leikir.
Ég vil líka benda á að ég tek við umsóknum, bara senda mér skilaboð. Því miður erum við ekki með heimasíðu enn sem komið er.