Okay, fyrir það fyrsta þá langar mig að leiðrétta einn misskilning sem virðist hafa hlaupið í fólk:
Fallout: Brotherhood of Steel er EKKI það sama og Fallout Tactics: Brotherhood of Steel, þó svo að nöfnin séu nær identical. Fallout Tactics: Brotherhood var, eins og flestir vita, 3rd person isometric strategy leikur fyrir PC, skuggalega misheppnaður og lítið við hann að gera annað en að spila hann til þess að fá meiri upplýsingar um Fallout heiminn (sem síðar var compilað með upplýsingum úr hinum Fallout leikjunum og insider infoi frá Black Isle í Fallout biblíuna sem Fallout aðdáendur ættu að kannast við).
Fallout: Brotherhood of Steel er hins vegar tölvuleikur fyrir Playstation 2 og Xbox og svipar til Baldur's Gate: Dark Alliance, sem var tjah soso en þó ranglega nefndur tölvuleikur frá Black Isle Studios (vitaskuld átti hann ekkert að hafa Baldur's Gate nafnið þar sem það hjálpaði bara að auka á misskilning fólks). F:BOS er ekki ennþá kominn út en þó kemur hann víst út eftir ekkert alltof langan tíma.
Hvað um það, Fallout: Brotherhood of Steel 2 er sem sagt framhaldið af þessum leikjatölvuleik, og er ekki með neinu móti tengdur Fallout Tactics: Brotherhood of Steel. Þess má geta að deildin innan Interplay sem gerði þann leik, 14° East, var lögð niður ekki svo löngu eftir að Fallout Tactics kom í verslanir.
Og já, hvað Baldur's Gate III varðar þá er það RÉTT að Black Isle menn ætluðu sér að gera leikinn án þess að BioWare kæmi nálægt framleiðslunni. Þeir höfðu víst hannað stórskemmtilega vél fyrir leikinn, einhvern grip sem tók ein 3 ár að búa til, og því var það mikið áfall fyrir Black Isle að hafa ekki nægan pening til þess að borga 'etta leyfi sem þeir þurftu til þess að geta gefið hann út.
Og aðeins til Glottis: Það er Fallout Tactics: Brotherhood of Steel sem Shammy er að tala um, ekki Fallout: Brotherhood of Steel. Hann kemur því miður út sem og framhaldið af honum, eins og ég sagði frá áðan.
En hvernig í fjandanum getur þú sagt að Fallout 3 hefði bara verið það að teygja lopann? Í alvörunni talað, þetta er einn af fáum leikjum sem fólk hefur VIRKILEGA langað til að eignast, það voru gerðar verulega háar vonir til hans og miðað við lýsingar sem ég hef fengið af kerfi leiksins og slíku þá hefði hann ekki getað klikkað. Það að hætta við að gera hann í annað skipti (þeir voru byrjaðir á Fallout 3 í byrjun 1998 en hættu við hann 1999 vegna fjárhagsörðugleika) er eins og að slá aðdáendur leikjanna með blautri leðuról og segjast ætla að dómínera yfir þeim.
Allaveganna, ég fullyrði það hér og nú að allra síðasti leikur sem ég nokkurn tímann versla frá Interplay er einmitt leikurinn sem ég keypti síðast frá þeim, Icewind Dale II…