Baldur’s Gate II: Throne of Bhaal kynntur Í gær, fimmtudaginn 1. mars, tilkynnti leikjaútgefandinn Interplay að út væri að koma aukapakki fyrir meistaraverkið Baldur’s Gate II: Shadows of Amn, væri í framleiðslu. Aukapakkinn hefur þegar fengið nafnið Baldur’s Gate II: Throne of Bhaal.

Í pakkanum gefst spilandanum sá kostur að skoða ný svæði. Það hefur þegar verið upplýst um nokkur þeirra og þau eru:

<ul>
<li>Watcher’s Keep</li>
<li>City of Saradush</li>
<li>Víggirt klaustur Amkhetrans</li>
<li>Sendai’s Underdark Fortress</li>
<li>Abyssal virki spilandands (wtf?)</li>
</ul>

Á ferðum sínum geta persónur leiksins náð fertugasta leveli, eða yfir átta milljónum experience points. Auk þess verður boðinn sá möguleiki að spila nýjan Kit, Wild Mage, en hann getur kastað göldrum með óútreiknanlegum afleiðingum. Auk þess koma nokkrir nýjir og öflugir galdrar og eiginleikar.

Aukapakkinn kemur út í sumar og er búist við mikilli veislu hjá Baldur’s Gate spilurum þá (*slef*). Hins vegar þarf að eiga BGII:SoA til að spila fyrrnefnda snilld.

Þið sem trúið mér ekki geta skoðað <a href="http://www.prnewswire.com/cgi-bin/micro_stories.pl?ACCT=000952&TICK=IPLY&STORY=/www/story/03-01-2001/0001438313&EDATE=Mar+1,+2001“ target=”_blank">þennan</a> link.

Þess má við bæta að XP-capið í Neverwinter Nights verður amk. 75.

Lifið heil,
Willie