Jæja. Ég spilaði Baldur's Gate örrugglega mest í öllum heiminum og þekki hvern einasta krók og kima á Sword Coast og fékk aldrei leið á því spila hann. Eftir þennan dásamlega leik og viðbótina við hann, keypti ég mér svo Planescape: Torment. Þó svo að Torment hafi verið flottur og svolítið skemmtilegur á köflum, gat ég bara spilað hann einu sinni. Hann hefur það nefninlega sameiginlegt með BG:SoA að vera alltof heftandi. Characterinn er ekki frjáls.

Dæmi: Þú byrjar í Torment í líkhúsi og veist ekki neitt um neitt. Þú verður að klára einhver 1000 mission áður en leikurinn byrjar í raun og veru! Svo þegar hann byrjar ertu alltaf að “gera” eitthvað. Kallinn þarf alltaf að hjálpa einhverjum eða leysa einhverjar asnalegar þrautir sem enginn vissi einusinni að væru til. Svo þegar þú ert búinn á einhverju svæði þá kemurðu oftast ekki þangað aftur.
Þetta er nákvæmlega eins í BG:SoA (nema aðeins öðrumvísi!) Maður byrjar í einhverju “Neðanjarðarbyrgi vonda kallsins” og maður þarf alltaf að klára það þegar maður býr til nýjann kall, þó svo að maður sé ekki viss um að maður ætli að halda honum. Svo er maður alltaf með trilljón verkefni í gangi og man nánast ekki hvað maður heitir lengur.

Hins vegar er mikið frelsi í BG. Þar er fullt af svæðum sem maður getur bara farið í göngutúr á! Þar eru ekki a.m.k. 26 mission á hverju korti!. Maður getur bara farið að chilla basic í skóginum og skotið nokkra gibberlingsa í góðum fílíng!. Annað dæmi um mikið frelsi er að finna í snilldarleiknum Fallout 2 og mér finnst að aðrir roleplay-leikir mættu taka sér þessa tvo leiki til fyrirmyndar.

Hvað þetta varðar er BG1 betri en 2, en ég er alls ekki að segja að BG:2 hafi verið lélegur! Síður en svo. Hann var algjör snilld, bara ekki fullkominn…