Hér eru upplýsingar um stöðu framleiðsluferlis Neverwinter Nights, eins og hún birtist á heimasíðu leiksins (nema bara í íslenskri þýðingu), <a href=”http://www.neverwinternights.com”>www.neverwinternights.com</a> þann 27. nóvember 2001.
“<b>Forritunin:</b>
Stjórnborð (interface) leiksins er að byrja að taka á sig mynd, svo og persónusköpunin og mikilvægir þættir leiksins, eins og mapið og spell memorizasionið. Stjórnborðið er mikilvægur þáttur verkefnisins og vinnum við að því að gera það eins auðskilið og hægt er. Bardagakerfið er að verða flottara í útliti og lítur virkilega vel út. Segið því bless við “steinaldarbaradagana” sem voru á síðasta ári, því að við ætlum að taka ykkur á næsta stig bardagakerfisins. Stungur (thrusts), varnir (parries) og beygjur (dodges) verða hluti af þeim hlutum sem að þú sérð með þínum eigin augum í Neverwinter Nights.
<b>Grafík:</b>
“Myndræna liðið” hefur verið upptekið við það að skilgreina útlit og tilfinningu Neverwinter í gegnum mismunandi sjónarhorn leiksins. Portrettin (portraits) eru að hrúgast upp og ég held að þið verðið ánægt með þá upphæð portretta og úrval sem að við gefum ykkur. Skrímsla- og dýramodelin eru að taka á sig mynd, og textúrar (textures) og hreyfingar þeirra eru að verða hagnýtanleg. Margir tílar (tiles) leiksins eru að verða að veruleika og eru meira á dagskrá í framtíðinni. Tílarnir líta vel út og við getum ekki beðið eftir því að sýna sumt af því nýja á næstu mánuðum. Herklæðisbitarnir (armor pieces) eru að byrja að fara á sinn stað, stjórnborðið er í vinnslu og íkonin (icons) streyma inn á sífellt hraðari hraða. S.s., þetta er smátt saman að byrja að líta út eins og leikur.
<b>Hönnun:</b>
“Hönnunarliðið” hefur nú klárað útfærsluplönin og er núna að fara í annað skiptið yfir þau til að hafa leikinn eins skemmtilegan og hægt er. Það er verið að skrifa frásagnir fyrir ýmsa módúla (modules) og er það svipað með allt það tal sem að birtist í leiknum. Við erum að komast á bragðið forskriftarmálið, þótt langt sé þangað til að við getum byrjað á einhverri stórri vinnu á plotið og bardagaforskriftina, og við erum mjög ánægð með kraft og sveigjanleika sem að forritararnir hafa sett í þetta. Allt í allt, við höfum enn fullt af vinnu eftir, framvinda hluta gengur hraðlega og gengur á sínu spori.”
Það voru nokkrir hlutir úr þessu sem að ég sleppti, en það var vegna þess erfiðis sem það krafðist að þýða það, og líka vegna gagnsleysis. Ef að þið viljið lesa þetta á ensku, vinsamlegast farið á <a href=”http://www.neverwinternights.com/whatsnew.html”>http://www.neverwinternights.com/whatsnew.html</a>.
Lifið heil,
Helmur the almighty