Easter Eggs í Baldur’s Gate 2 (2) Fyrir einhverjum dögum sendi ég inn grein um “páskaegg” í Baldur’s Gate 2. Hér eru nokkur auka “páskaegg”:

1. Á efri hæðinni í Five Flagons Inn (Bridge District) er málverk af Elvis. Skoðið það bara sjálf ef að þið eruð algjörlega trúlaus.

2. Fearghus (persóna í Waukeens Promenade) er nafn deildarstjóra Black Isle.

3. Spurðu barþjóninn í Imnesvale (Umar Hills) um Umar Witch og hann gefur þér bók sem að heitir The Umar Witch prject.

4. Knights of Solamnia sem að eru fastir í Planar Sphereinu eru úr Dragonlance.

5. Gaurarnir í Bridge District sem eru að reyna að næla sér í kvinnuna Bubbles heita Carbos og Shank. Ef að þér finnst þeir kunnuglegir, þá eru þeir morðingjarnir sem reyndu að myrða þig í Candlekeep í Baldur’s Gate 1.

6. Annar hlutur sem að er í Five Flagons Inn:
Í einu herberginu eru fjórir gítarar hangandi á vegg. Eru einhver dæmi um gítara í Forgotten Realms???

That’s all, folks. Ef að þið finnið eitthverja aðra skrýtna hluti, vinsamlegast sendið mér póst á willie@hugi.is.

Lifið heil,
Helmur the almighty