Margir hafa deilt um hvort Dual-Classar séu lélegir eða ekki. Mín skoðun er sú að þeir geta verið lélegir, og góðir. Hér á eftir er dæmi um Dual-Class:
Mage/Thief – Virkilega góð blanda af þjóf og galdramanni. Mage/Thief eru mjög góðir ef Thief er Dual-Classaður á lvl 7 eða meira, og þá vegna þess að hann getur bæði galdrað ásamt því að geta stolið og pikkað upp lása (og annað sem thief á áð gera).
En það eru lög bundin því hvernig þú ferð að því að Dual-Classa.
1. Tökum Kensai/Thief sem dæmi. Ef þú velur Kensai og hann er Lawful Good, þá getur þú ekki Dual-Classað hann í Thief, vegna þess að Theif getur ekki verið Lawful Good. Það er ástæðan fyrir því hvers vegna þú ættir að hugsa þig mjög vel um áður en þú ferð út í það að Dual-Classa persónur.
2. Tökum Kensai/Theif aftur sem dæmi. Ef þú ætlar að Dual-Classa Kensai með Thief, þá þarftu líka að hafa það í huga að þú þarft ákveðin stats til þess að geta það. Þar sem að þú ert með tvo classa, annan Fighter sub-class og hinn Thief, neyðistu til að velja gott í Dexterity OG Strength. Til þess að Dual-Classa þarf persónan þín að vera með allavegana 15 í því sem að fyrri classinn þarf mest á að halda og 17 í því sem að classinn sem að þú velur seinna þarf mest á að halda. Það þýðir að Kensai-inn þinn verður að vera með 15 í Strength (mikilvægast fyrir fighters) og 17 í dexterity (mikilvægast fyrir Thiefs).
3. Persónan þín verður að vera human ef að þú byrjaðir ekki sem dual-class, til að dual-classa, annars gengur það ekki upp. S.s. bara humans geta verið Kensai/Theif, Kensai/Mage og svo framveigis.
4. Persónan þín verður að byrja sem class sem að GETUR dual-classað, þ.e. allir classar nema Bards, Paladins, Sorcerers, Monks og Barbarians (því miður).
5. Ef að persónan þín er lvl 7 Kensai, en þú dual-classar í Thief, þá verður Kensai ekki virkt fyrr en að Thief er kominn í lvl 8, þ.e. orðinn einu leveli hærra en byrjunarclassinn.
Þessar fimm reglur á helst að hafa í huga þegar að þið ætlið að dual-classa persónurnar ykkra.
Lifið heil,
Helmur the almighty