Ég hef undanfarnar 3-4 vikur verið að spila Icewind Dale 2 og fundist það mjög fínt. Hins vegar langaði mig að heyra hvað ykkur finnst, hvernig partý þið eruð með og eitthvað svoleiðis.
Sjálfur er ég með frekar „standard“ heldur en annað, ég gerði elfen wizard að partý speaker (margir skill points), ég var síðan með human paladin, asimar cleric, human monk, tiefling rouge og drow sorceress allir eru ECL10 (ECL = effective level).
Einnig vildi ég vita hvernig ykkur finnst kerfið vera að virka, hvort að þið séuð ánægð(ir) með „game-playið“ og annað slíkt.
Sjálfum finnst mér það vera óendanlega sniðugt að leikurinn hafi AI og þróist eftir því hvernig maður spilar og annað svoleiðis, þó að það geri það illbærilegt að bera sig saman við aðra (eins og með hvern maður gat drepið o.s.frv.).
Mér finnst líka gott að leikurinn sé byggður á 3ed en ekki 2ed eins og BG, núna eru komnir skill points, feats og annað sem að þýðir að tveir fighters þurfa ekki að vera næstum alveg eins, heldur geta þeir verið gerólíkir, sem eykur á fjölbreytni leiksins.
Ofan á alla þessa kosti (sem eru fleiri) þá finnst mér grafíkin vera mjög góð, hún er skýr, skemmtileg og „ekki of góð“, þannig að þeir sem eru á ekki á glænýjum tölvum ættu að geta keyrt leikinn án mikilla truflanna.
En á eftir kostunum þá komum við að göllum leiksins (sem verða vonandi lagaðir fyrir útgáfu næsta leiks, ef hann kemur)
Mér finnst það versta vera að þegar valinn er Wizard þá er hægt að velja „sérhæfðan skóla“ (specialized school), ekkert nema gott við það, en hins vegar þá banna sumir skólar meira en aðrir, þó breytir engu hvaða skóla maður velur þar sem að maður þarf ekki að nota auka „slottið“ (maður fær eitt auka „slott“ á hverju spell leveli fyrir að sérhæfa sig í einhverjum skóla) undir galdur úr skólanum sem að maður sérhæfir sig í. Þetta þýðir að sumir skólar eru miklu betri en aðrir dæmi um þetta er það að þegar maður velur diviner sem sérhæfðan skóla þá bannar maður conjuration skólann (ekkert nema gott við það) nema hvað að þegar maður ákveður að sérhæfa sig í enchanment skólanum þá bannar maður tvo skóla sem eru conjuration og divination…!? hvar er „lógíkin“ á bak við það?
Auk þess finnst mér vera leiðinlegt að leikurinn hafi ekki það sem að gerði BG svo góðann, sem myndi vera að sjálfsögðu vera söguþráðurinn. Ég geri mér grein fyrir því að það er erfitt að gera góðann söguþráð, en það er vel þess virði. Icewind Dale byggist hins vegar á „Hac’n slassi“ sem að gerir leikinn dálítið þurran, enn alls ekki slæman.
Síðast en ekki síst þá finnst mér frekar aumt að það sé svona lélegt í leiknum að vera vondur. Það er til dæmis ekki hægt að gera neitt „evil“ í leiknum og fá experience fyrir það, án þess að drepa einhverja gaura. Ég myndi vilja að það væri hægt að velja um á milli verkefna, sum væri dálítið vond, önnur góð og enn önnur sem eru hvorugt. Þó bætir leikurinn þennan galla með „intimidate“ og öðru svoleiðis en með því er hægt að hóta hverjum sem er og annað því um líkt, þannig er hægt að gera ýmislegt á vondan hátt.
Endilega komið með ykkar álit á þessu, og þið sem að hafið ekki keypt leikinn, drífið ykkur út í búð og fáið ykkur hann sem fyrst.