Jæja, ég hef ákveðið að henda upp upplýsingum til þess að byrja að nota ircið. Vonandi hjálpar þetta og munið að á ircinu getið þið spurt spurninga án þess að þurfa að bíða jafn lengi eftir svari og hér á huga.
Leiðinlegt en satt þá kunna sumir ekki á þennan mjög svo einfalda hlut en er þá nokkuð mál en bara að kenna þeim ?
Allavega til að útskýra aðeins hvað mIRC er þá stendur IRC fyrir Internet Relay Chat og skemmtilegt nokk þá veit enginn hvað Mið stendur fyrir en í FAQ sem höfundur mIRCsins gerði sjálfur segir hann að það þýði Mu sem á kínversku getur þýtt Enginn… nógu óþarfar upplýsingar ?
En til að setja þetta í samhengi við notagildi þá getur þú semsagt downloadað irc, opnað það, farið inn á server, farið inn á rásir og chattað.
En, allavega til að ná í ircið er gott að fara á www.mirc.com og downloada því þaðan
Hér er downloadlinkur; http://mirc.eon.net.au/mirc621.exe
Þú installar því og opnar svo forritið. Þá kemur lítill boxi með mynd af asnalegum gaur sem var þó sniðugur og fann upp ircið.
Ýtir bara á continue þar þarft ekkert að hugsa um þennan kassa.
Þá poppar upp annar aðeins stærri kassi sem heitir mirc options.
Þar fylliru út það sem kemur.
s.s. Name, email, nickname & alternative(Sem þýðir annað nick ef þú skyldir t.d. detta út af ircinu en clientinn þinn haldast inn þá getur þú connectað strax aftur án þess að þurfa að breyta um nick)
Ýtir þá á OK. Ekki connect to server.
Þá er gluggi, sem þú getur skrifað í, efst í glugganum stendur líklegast STATUS: not connected og svo upplýsingar í sviga (name nick email daddararara..)
Þar er svona skrifbox eins og allir vonandi þekkja frá MSN.
Þú skrifar í það box
/server irc.simnet.is
Nákvæmlega þetta, skástrik og alles..
Þá kemur upp fullt af texta, alveg skýst upp. Gott að þið lesið það, þar eru ircreglur sem siminn setur um hvernig skal haga sér á servernum.
En já það poppar líklegast upp hjá ykkur lítill gluggi með fullt af möpum sem þið skiljið ekkert í,
Ekkert hugsa út í hann slökkvið bara á honum munið að afhaka bara þarna þar sem stendur pop up on connect…
Eftir þetta ævintýri getiði skrifað í gluggann hjá ykkur /J cod.is
Þá eru þið kominn inn á #CoD.is rásina þar sem við flest höngum
Svo /j codpickup.is fyrir #codpickup.is rásina
Og /j eXcellence fyrir #eXcellence rásina
Þetta eru þær aðal ircrásir sem eru stundaðar af codspilurum, held ég að mörg clön séu reyndar með irc rásir eins og #clan-oasis og #team-dedication en það er ekkert merkilegt.
En munið /j nafnárás
Til að connecta rás,
ég set # fyrir framan þegar ég tala um irc rás því á ircinu þá er orð með # fyrir framan sig venjulega rás og getur tvíklikkað á hana til joina hana. (fara inná)
Svo er það margt skemmtilegt sem þið sjáið þegar þið connectið #cod.is
Hægra megin er listi, það eru þeir sem eru inná rásinni og þið getið tvíklikkað á nafnið og þá getið þið talað við einstakling í PM eða Private message eða á íslensku einkaskilaboð.
Sá texti sem kemur:
Now talking in #cod.is
Topic: blablablablabla
Heitir topic, og það er bara texti sem er þægilegt að hafa þarna, t.d. heimasíður, fréttir og ýmislegt.
Einungis stjórnendur geta breytt topic
Já kannski ég fari í það. Fyrir framan suma notendur eru @ merki. Það eru stjórnendur eða OPPAR (op=operator) og svo eru + merki fyrir framan suma en þeir eru með Voice (rödd) + gefur þeim ekkert nema virðinguna (Sem er engin)
Oppar, er eins og nafnið gefur til kynna stjórnendur. Þeir geta kickað, bannað og breytt rásarstillingum.
Ekki biðja um op. Það er illa liðið venjulega.
Spurðu spurninga á rásinni sjálfri áður en þú ferð að Pma oppa eða aðra með spurningar, oftar en ekki eru hjálpsamir aðilar inná rásinni sem geta hjálpað ykkur.
Meira var það ekki, og kannski ég kenni ykkur einhverntíman að setja upp script en samt ekki. Gott af því að læra það sjálf.