uoM: Búnir að vinna 2 leiki og tapa einum. Þeir eru í öðru sæti eftir Cryo sem þeir eiga eftir að spila við. Einnig eiga þeir eftir að spila við TM en það virðist vera að TM muni detta út þá mun leikurinn við Cryo vera hreinn úrslitaleikur hvort uoM vinnur riðilinn eða ekki.
Devotion: Devotion voru búnir að vinna 2 leiki og báða á Forfeit, en lenti svo í því að missa þá báða sigra þar sem þau lið sem þeir áttu að spila við var kickað úr riðlinum svo Devotion er á núllinu. Þeir eiga næsta leik við gLine og er það leikur sem þeir þurfa að vinna þann leik til þess að eiga möguleika upp úr riðlinum. Svo er næsti leikur eftir það við Dedication, Ef þeir tapa móti Dedication munu þeir þurfa að vinna bæði Hyper og gLine til þess að eiga séns upp úr riðlinum. Þeir eiga eftir 3 leiki og verður spennandi að fygljast með Devotion og hvort þeir muni komast upp.
Dedication: Dedication er í mjög góðri stöðu, búnir með 2 leiki af 3 og var það sigur gegn Hyper 21-11 og sigur gegn gLine 21-9. Dedication situr í efsta sæti með 2 sigra og eiga aðeins eftir að spila við Devotion. Munu þeir sigra þann leik, þá eru þeir búnir að vinna riðilinn og komnir áfram.
Komin er smá pása í OpenCup núna og munu næstu umferðir verða spilaðar í 2. og 3. viku í Janúar. Síðan úrslitin í seinustu vikunni í Janúar og svo byrjun Febrúar. Ég held að við getum verið stolt af okkar liðum og mæli ég með að þið sýnið ykkar stuðning á með því að fara á þessar rásir:
#team-dedication
#devo
#uom.is
Liðin þurfa á ykkar stuðning og ég held að það sé tímabært að sýna smá samstöðu í stað þess að vera alltaf að metast. Gangi öllum liðunum vel og vonum að öll íslensku liðin munu komast upp.
You shouldn't take life to seriously. You'll never get out alive.