Loksins loksins er komið að því að OpenCup fer að hefjast. Það er nokkuð langt síðan að skráning hófst en miðað við að yfir 500 lið skráðu sig þá tók allt sinn tíma. En hverju sem því líður þá er keppnin hafin og eru þetta liðin sem spila fyrir hönd Íslands:

Devotion - 3. Deild, Riðill K
Dedication - 3. Deild, Riðill K
uoM - 4. Deild, Riðill L

Eins og allra skörpustu menn sjá, þá er sú skemmtilega staða komin upp að Dedication og Devotion lenda saman í riðli. Margir hafa sagt að uoM ætti líka vera þarna eins og þessu var raða fyrst niður, en einhverja ástæðu hafa CB adminar séð ástæðu til að setja þá í 4. deild. En það þýðir ekki að deila við dómarann og munu þeir koma tvöfalt sterkari til leiks og sanna að þeir eigi alveg eins heima í sama flokki og Devotion og Dedication.

En fyrstu leikir fara fram núna um helgina og eru þeir þessir:

Dedication - gLine .. Laugardag kl 8
Devotion - thuGs … Laugardag kl 9
uoM - Killer Instinct .. Laugardag kl 9

Og svo er önnur spurning. Eiga þessi lið möguleika að komast upp úr sínum riðli. Ég held að þessi lið eigi alveg möguleika ef þeir æfa sig aðeins og spila agaða leiki, en þar sem það er prófatími mun það reyna okkur erfiðara en áður. Mjög mikilvægt verður að vinna sinn fyrsta leik því þá er hægt að fara í þann næsta með meiri sjálfstraust og haft góðan bakrun fyrir þá leiki sem hægt verður að mæta í eftir próf.

En ég óska öllum íslenskum liðum góðs gengis og vona ég að við getum loksins staðið sem heild núna og stutt liðin sem taka þátt til dáða. Sýnið ykkar stuðning.

#team-dedication
#devo
#uom.is

Komum með fleiri greinar um gengi liða í keppninni og fylgist vel með á laugardagskvöldið.
You shouldn't take life to seriously. You'll never get out alive.