Eurocup lan finals Ja nú veit maður ekki hverjir vilja fylgjast með þessu en ég skrifa þetta samt og hana nú.

En ja cod2 eurocup lan er rétt handan við hornið svo ég ætla henda smá um það hér.

Eftir að hafa barist um sætin online eru aðeins fjögur lið eftir í eurocup sem eiga möguleika á að vera sigurvegarar í þessari stóru Evrópu keppni sem haldin er af www.clanbase.com . Þessi fjögur lið eru nú að ferðast til Aarhus í Danmörku til þess að keppa um verðlaun að heildarverðmæti 9,500$.

Stærstu nöfnin í Call of duty 2 munu kljást um þessi verðlaun og sent verður út í GZTV telivision studio þar sem aðdáendum gefst kostur á að sjá þá spila beint. Check Six, Speedlink, Dignitas and Tek-9 hafa allir möguleika að verða stórt eða stærra nafn í sögu Call of duty 2 en hverjum mun takast það?

Næstum öll þessi lið sem keppa hafa farið í gegnum einhverjar breytingar frá því að spilað var online hlutan af Eurocup. Til dæmis er Check Six ennþá leynt og sumir af bestu leikmönnum í leiknum hafa verið tengdir við lineupið sem fer á þetta lan fyrir hönd þeirra en það hefur ekkert verið staðfest. Tek-9 hafa verið mjög duglegir að breyta um lineup eftir að meiri hluti belgana fór frá þeim. Eins og staðan er núna er talið að Frijec, moMa og Ozwald gangi til liðs við þá til að fullkomna liðið. Dignitas og Speedlink hafa hins vegar aðeins verið að stilla sitt lið betur saman og haldið sér frekar stable.

Liðin:

1. Tek-9
2. Check Six
3. Team Speedlink
4. Team Dignitas

Verðlaun:

1st Place - $3,000
2nd Place - $2,500
3rd Place - $2,250
4th Place - $1,750

Kortin:

- mp_dawnville
- mp_toujane
- mp_trainstation
- mp_matmata
- mp_carentan

Gagnlegir linkar:

http://www.clanbase.com/ec13.php
http://www.clanbase.com/ec13_tree_cod2.php
http://www.clanbase.com/ec13_rules_cod2.php
Elvar