Viðtal við "HEATHeiddi". Ætli ég láti ekki á þetta reyna.

Fyrir valinu varð Heiðar. Strákur sem hefur kallað sig nöfnum á borð við MajorPayne, Amazon og nú mest nýlega Heiddi.
Ástæðan fyrir að ég ættla mér að setja nokkrar ekki svo vel valdar spurningar fyrir hann af öllum er einfaldlega sú að hann hefur spilað þetta núna í eitt ár plús og nánast alltaf séð um að leiða sín lið.
Án efa drengur með sterkar skoðanir á flest öllu í þessu samfélagi okkar.
Svo líka til að reyna að mæta kröfum þeirra sem vilja sjá viðtöl sem sýna kannski hvernig útsýnið er þarna niðri… með fullri viðringu.

Ég leita að honum á irc, ekkert. MSN, ekkert. Enda með að pm'a hann á Huga.
Eftir sólarhring frá tölvuni og mikin söknuð eru skilaboð frá Heidda það fyrsta sem ég finn.
Ég opna gluggan, bið hann um að vanda svörin og skelli mér í þetta með formlegheitunum einum.

Og já, BBCode er vandamál í þessum kubbum eins og Solid sjálfur hefur kvartað undan svo ég ættla að reyna á einfaldan plús og mínus.
+ = Spurningarnar mínar
- = Svör Heiðars.


+ Þið í heat tókuð þátt í Dedication DayCup eftir minni bestu vitund. Hefuru eitthvað út á þetta mót að setja?

- fyrra daycuppið var nett en það seinna var langdregið og við allir ömó styrðir allavega í fyrstu leikjunum…


+ Langdregið? Þú verður að afsaka, ég hef aldrei tekið þátt í DayCup en ég hef eytt heilu sólahringunum spilandi, er ekki möguleiki að það hafa verið öðru að kenna en móts skipulaginu að þið hafið verið svona styrðir?

- nei nú ertu að grilla. Málið er að við vorum ekki búnir að spila saman í viku og ég hafði svo lítið sem ekki snert tölvuna í 8 daga fyrr en á þessum sunnudegi… Þar kemur styrðleikinn… En það er lítið að spila allan dagin og alla nóttina ef þú þarft ekki að vakna snemma morguninn eftir… Ég gat ekki spilað síðasta leikinn því að ég þurfti að vera vaknaður kl 6


+ Skil þig, svoleiðis er pain. En hver var þessi mikli munur á fyrra og seinna mótinu sem gerði ykkur svona erfitt fyrir?

- engin almennileg æfing fyrir seinna… svo stóðum við undir nafni í fyrra og vorum vel heitir :D


+ Sem sagt það var ekkert að skipulaginu á mótinu?

- jú þúst miklu skemmtilegra í double.. þá þurfti ekkert að klára leikina og einnig þarf maður að spá mikið í hvernig á að spila…


+ Þarna erum við komnir með eitthvað sem Bippi og félagar þurfa að skoða kannski aðeins betur. En að heat. Hvernig varð þetta lið til? Nú veit ég að þú varst vel og lengi í Devotion, er þetta betra lið eða tókstu félagskapinn fram yfir stigin?

- Devo var aðall… Málið var að ég hætti til að spila með nýjum gaurum.. Við vorum fyrst bara að lolla undir ýmsum nöfnum en svo sá ég korkinn sem Calli (Xent) gerði og ég ákvað að tala við mína mennog eftir stutt spjall slógum við til. Eftir þetta hefur margt breyst og margir hafa komið og farið


+ Sjálfur sat ég fyrir aftan þig á frægum Skjálfta, 03 | 05, og tók ég eftir… miklu keppnis skapi hjá þér. Ertu ennþá með “balls on the price” eða er þetta eins og hjá of mörgum komið út í að vera jú, eðlilegt hobby?

- ég er án efa rólegasti player landsins… fyrir utan Trogdor sem er antiklix.. En auðvitað er alltaf gaman að vinna og lala að tapa…. áttum t.d. svo skilið að vinna filthy og adios :(


+ Okkar skoðanir eru greinilega mjög ólíkar þegar kemur að þessum Skjálfta ;*
En ég ættla ekki að rífast í þér um það, þið stóðuð ykkur hetjulega þar.
En þessi spurning sem ég lagði fyrir þig á undan var nú meira í átt að metnaði þínum, kannski þú hafir einhver plön/drauma/óraunhæfa vitleysu sem þú vilt deila? Sjálfur vitna ég nú oftast í Valda Waldez; “Ég og Binni erum að þessu til að verða bestir.”

- ég legg auðvitað mikið í þennan leik… þúst eina íþróttin sem ég spila af viti í.
lítið um óraunhæfa drauma né vitleysu


+ Sannur karlmaður, það fer ekkert á milli mála. Nu hefur CoD legið í smá lægð (Enda sumar fólk, hættið að væla!!!) og þú ert væntanlega kominn aftur í skólann. Munum við sjá eitthvað meira af CoD spilun í vetur frá þér og öðrum í samfélaginu eða eru gullnu dagar FPS að hverfa með tilkomu user-friendly MMO leikja á borð við WoW?

- wow suckar spilaði hann og blabla þúrt núb í wow… en ég er ekki byrjaður í skólanum enn og byrja um mið sept, niceða? En það er pottó að Heiddiklix verður að skjóta nokkra hausa á fullu í vetur :D


+ Vel sagt. En eins og þú orðaðir þetta, þá er CoD jú íþrótt og ekkert minna en skandall að við séum ekki á ólimpíuleikunum. En í ölllum íþróttum eru nokkrir klassar af leikmönnum og liðum sem þeir skapa. Hverjir eru efnilegir þessa dagana? Hverjir hafa komið þér mest á óvart? Og Hvaða lið getur unnið Dedication á góðum degi?

- við unnum þá ekki fyrir alls löngu svo það er ekkert ómögulegt.. En MTA eru góðir eru eins og ég hef sagt stutt á eftir Dedi… Svo eru Excellence með frábærann roster…


+ Er málið ekki bara reynsla > skillz?

- ég veit það ekki alveg… sumir með litla reynslu en eru góðir… En reynsla er alltaf góð…


+ Segðu. Nú er landsliðið búið að vera nánast það eina merkilega sem hefur skeð í sumar (Sammála?). Hvað finnnst þér um það?
Eða skeði ekki nánar tiltekið.

- Ég sagði mína skoðun í korki Elvars… En hún var að það er skandall og rugl að draga sig úr landsliði til að spila með sínu eigin.. Er það ekki toppurinn fyrir Íslenskann spilara að spila fyrir landslið sitt… Ég skil vel ef þeir geta það ekki vegna þess að það er skóli/vinna eða eitthvað í “reallife” en að spila með sínu eigin liði næ ég ekki… Elvar gerði samt sitt besta og ég er ánægður með hann.


+ En gamansins vegna, hvað hefðir þú gert í sömu stöðu og Elvar var í?

- Ég hefði ekki getað gert mikið… Ég hefði hinsvegar ekki hætt með landsliðið heldur bara sett mann í manns stað og haldið áfram..


+ Þar er ég sammála þér, enda allavega 3 topp lið á landinu sem hafa öll yfir 5 manna roozter, minnni gæði en ekkert endilega minna fjör? Menn eru greinilega bara svona hræddir um orðspor þess að vera íslendingur.


+ En svona í lokin, Skjálfti. Stóra spurningin sem brennur á vörum allra íslendinga með typpi. Húsnæðismálin eru slæm. Quake er nánast dauður. Hvað eigum við að gera án Skjálfta?

- hei færum bara öll okkar viðskipti við skítafyrirtækið símann og þúst förum í mótmælendagöngur og læti… nei ég held að við getum ekkert gert… ef einhver hefur gott ráð þá eru mín eyru opin


+ Eitthvað sem þú hefur ennþá ósagt?

- já Maggi er fkn klix og Salamon tapaði fyrir mér í spyrnu

- <3 Rönni!



Uhm, já.
Þakkir fyrir þetta Heiðar. Óska ykkur í heat bara góðs gengis í framtíðini og megið þið fragga vel.


+ Hjalti