Reynir Þór Jónsson er einn af þessum gömlu, góðu, bestu.
Hálfgert legend í augum sumra, en jafnvel hann var noob. Við skyggnumst á bakvið tjöldin á þessum stórfenglega manni hér í kvöld, manni sem hefur spilað undir fjölmörgum nickum, sem hefur heillað þjóðina með sakleysislegu útliti en jafnframt grimmilegri og misskunarlausri spilun, Skjálftameistari með meiru, og einn að frumkvöðlum í að gera cod menninguna á Íslandi að því sem hún er í dag.
Við byrjum á að opna MSN og fara í flokkinn minn sem heitir “SeveN” þar finnur maður hinn eina sanna Reynir.
Hann er þreyttur þegar við hefjum viðtalið, en samt sáttur með að svara spurningum mínum,
Við viljum skyggnast í byrjunina, hvernig það varð úr því að þessi maður hóf að spila COD. Svo ég spyr hann einfaldlega hve lengi hann hefur spilað leikinn.
“Síðan Turtles var uppi ég man ekki hvenær ég byrjaði nákvæmlega, en ég man að góðkunnur cod spilari af gamla skólanum að nafni BroomheaD var nýhættur þegar ég fór í Turtles”
Hvað varð til þess að þú hófst að spila COD ?
“Ég spilaði MOHAA (medal of honor) og var í claninu ExoDuZ með Unnari (SOLID). En ég sá að það voru nokkrir mohaa spilarar að spila cod undir taginu Turtles (Dami3n, Bluddy, Oddur, Klemmi) og einhverntímann varð ég bannaður í mánuð í MOHAA fyrir að vera “brúka munn” sem ég var ekki, ég var bara hress þá fékk ég lánaðann cod hjá félaga mínum bara til að þagga niðrí honum þar sem hann var alltaf að tuða um hversu betri cod væri “
Hvernig voru fyrstu dagarnir í COD hjá þér ?
“Ég spilaði bara public, sá að það voru svipaðar byssur í mohha og í cod þannig ég púllaði bara head með riflunum á simnet, svo scrimaði ég eitt scrim með Turtles þar sem ég sá að þeir voru að leita sér að manni og við scrimuðum á móti guttum úr hollenska landsliðinu (í þá daga), allir með rudda ping, Oddi fanst ég spila sérkennilega, og frekar öðruvísi en ég náði að púlla hina og þessa .nl gæja niður og þar komst ég í raðir Turtles undir nickinu Turtles ^ BrainDamage “
Hver var hátindur COD 1 að þínu mati ?
“Það var að spila í Turtles og hafa gaman af í fyrstu, en svo ákváðum við að gera meira úr þessu og lýta alvarlegri augum á þetta, svo við húkkuðum okkur upp við seven þar sem andrig var í leit að cod clani, þar sem þeir höfðu frægð og frama í huga, en það varð ekkert úr því, manager icegaming krækti í bippa (fanatic) og þaðan hófst ice.cod. Flestir úr seven og adios fóru yfir þannig ég stóð á mínum
eigin fótum. Ég ákvað þá að prófa að sækja um í erlent clan svona uppá fönnið, og gerði það, sá umsókn á clanbase hjá clani sem kallaði sig iMAGE7 (heita held ég sketch-gaming núna) og spilaði með þeim nokkra ágætis matcha á móti pro clönum á borð við gamla góða “e x i m i u s . vir.” Svo gerðist það að ice.cod fór að hnygna og ég fór að pinga illa erlendis og ég fékk gott boð um að færa mig yfir í ice.cod þannig ég ákvað bara “já hví ekki”, því þá gæti ég fengið að spila með Oddi, sem ég hafði spilað með alla mína cod göngu og petta j1h (l0zt þá) sem ég var farinn að lýta upp til vegna taktíkar og gífurlegra riffla hæfileika. Þannig að draumurinn í dós var að spila með Turtles - seven.cod - iMAGE7 - icegaming.cod.”
Nú hefur lífið sitt “ups and downs” og tölvuleikjasamfélögin hafa þannig líka, þitt “up” hefur klárlega verið tíminn sem þú varðir með Turtles, og sigurinn á skjálfta1 2005. En hvernig voru “downin” var það einhverntíman það erfitt að þig langaði að pakka saman og fara í CS eða jafnvel skilja við tölvuna ?
“Hehe nei það hefur aldrei verið það gróft að mér hafi langað að fara í cs! Né pakka niður og skilja við tölvuna, en það gerðist mjög sérkennilegt og skemmtilegt atvik í rauninni, það var á síðasta Skjálfta þar sem við spiluðum í cod1 icegaming v.s shocK.cod og við vorum þegar búnir að taka þá í nefið ásamt hinum en í úrslita matchinum (þar sem það voru fleiri fleiri framlengingar útaf jafntefli) tókst shocK.cod að berjast í gegn og sigra okkur, og það var atvik sem kom okkur öllum á óvart og auðvitað varð maður pirraður en það varð ekki til þess, að ég pakkaði niður heldur fór ég bara átta mig á að allt getur gerst í hita leiks. OG JÁ! Turtles sigurinn var sætur sem sykur þar sem við vorum með mjög skemmtilegt lineup á skjálftanum. (Oddur - Klemmi - BrainDamage - bloomberg - Striki) og fékk maður að kynnast þessum gæjum betur heldur en bakvið skjáinn sem var ágætt líka.”
Þegar icegaming.cod ævintýrið var að líða undir lok, um sömu mundir og COD2 var að koma á markaðinn, man hvert mannsbarn sem inn í þessum heim hefur verið eftir því að það var sýndur “trailer”. Trailer um nýtt clan, COD2 clan, Dedication. Hvernig byrjaði það allt saman og hverjum er það að þakka að Dedi menn eru þar sem þeir eru nú í dag ?
“Ég Petti og Oddur vorum alltaf í hugleiðingum um að gera nýtt clan en gerðum aldrei neitt í því þar sem icegaming var svo inactive, en einhverntímann ræddum við þetta saman á vent ég - Petti - Oddur - Bippi og þá tókum við þá afstöðu að spila allir cod2 og þá rann spurningin upp “myndi icegaming lifa cod2 af?” NEI! Nonni kail var fluttur til Ameríku, Binni konev var mjög inactive. þannig við hugsuðum afhverju ekki að gera fresh teimi sem mun sérhæfa sig í að sigra ;p, og þá var það að finna nafn og það var petta hugmynd að koma með nafnið dedication sem við erum mjög stoltir af í dag. Við vorum heilengi á irc rásinni #dedication.is og við ákváðum að publishera það ekki strax þar sem við vildum ákveða lineup og svona þannig við komum upp með lineup oddur (chii ) bippi (fanatic) petti (j1had/j1h) reeeynir (roozter) baddi (baddz) bjössi (typh00n). eftir það bjuggum við til þennan trailer sem fékk já og nei dóma en þetta var bara gaman og við höfðum gaman af þessu og byrjuðum að spila að krafti snemma keyptum okkur server og spiluðum í clanbase laddernum og náðum 4. sæti, sem er nokkuð gott það hefur ekkert call of duty clan náð það hátt áður, við fórum að spila við allskyns þekkt clön á borð við levitation - jun52 - h2k.thermaltake - ocrana.ati (speed-link) og svo fórum við að spila af krafti í Clanbase Open Cup og það gekk betur en við bjuggumst við enda var það ætlunin og enduðum í top sætunum og vorum á toppnum í okkar riðli. þannig það má í raun segja að þetta sé okkur öllum að þakka og við gerum allt okkar besta til að halda fjörinu þótt rosterinn hafi breyst aðeins.”
COD2 vs COD1 ?
“Hmm cod1 var nátturulega draumur í dós en ég verð að segja cod2 því hann er með svo svala fídusa!”
Fair, þó ég sjálfur sé harðari COD1 maður, en hvað um það, þú hefur spilað þessa leikjaseríu í tvö og hálft ár núna, það er ágætur tími, kelling getur fætt um þrjú og hálft barn á þessum tíma. Er eitthvað sem þú sérð eftir, hefðir matt gera betur, eitthvað sem þú mundir vilja breyta á þessum spilatíma þínum ?
“hmm þetta er erfið spurning… Í rauninni þá sé ég ekki eftir neinu þar sem þetta hefur bara verið reynsla og gaman fyrir mér, en ætli það hafi ekki verið að eiga ekki demoið þar sem ég bashaði kickR (WHO - team9 - WHO - rawgaming)! ;p”
Hvaða áhrif hefur svona mikil tölvuleikjaspilun haft á “reallife” hjá þér ?
“Foreldrar mínir afneituðu mér, félagar mínir snéru við mér baki…. NEHH í rauninni þá hefur ekkert breyst ég lifi greinilega bara í tveimum heimum það er “gaming” og “reallife”
Í reallife skemmti ég mér með vinum og vandamönnum, heng í skóla og reyni að drusla mér til að vinna við og við
en í gaming þá spila ég oftast með liðinu mínu Dedication og hef gaman af.
Gjörólíkir heimar trúðu mér ..”
Þú hefur greinilega náð góðum árangri í þessum leik, má minna á að þú bashaðir kickR. Þú ert einn af fremstu spilurum landsins, í góðu og metnaðarfullu liði, tókst þér þetta á eigin spýtur eða eru einhverjir sem þú vilt þakka fyrir að styðja þig og gott gengi, svosem foreldra, vini og vandamenn ?
“Hmm… það er í raun þeir sem hafa elt okkur á ircinu og hangið á rásum okkar, en þeir sem ég hef aðalega spilað með í gegnum ferlið eru Unnar, Klemmi, hressa mohaa fólkið, Oddi, Petta, Bippa, Félaga mínum fyrir að leyfa mér að stela cod1 cd key, öllum í dedication, Strika, Öllum sem ég spilaði með í Turtles og ykkur sem lesa þetta!”
Við skulum fara að rippa þessu saman, og ljúka þessu. Margt áhugavert við þig að ræða um greinilega. Eitthvað sem þú vilt segja að lokum ?
“Já ég vil þakka öllum sem styðja við bakið á okkur, idle #dedication.is OG UPP MEÐ COD2 allir á simnet S&D 4evaHHH!!!!”
Vil þakka Reyni fyrir viðtalið, mjög áhugavert og skemmtilegt, og er maðurinn yndislegur að mörgu leiti.
Takk fyrir lesturinn.