Jæja, svolítið langt á eftir en ætla að láta reyna á þetta.
Núna ert þú að rökræða við greyjið drenginn, og þú talar bara í hringi, og talar um lítið annað en hvað allir vilja spila pro mod og hvað allir á þessu áhugamáli eru góðir í cod, sem er í raun rugl… Svo fer hann að segja að þið séuð að útiloka alla þá sem spila ekki promod, sem er nákvæmlega það sem þið eruð að gera, og þá ferð þú að tala um að þetta sé ekki spurning um promod, heldur skills?
Núna spyr ég, hefuru yfir höfuð einhvern tímann, einhverja, pínulitla glóru um hvað þú ert að tala? Þú meikaðir svo lítið sense þarna í þessum rökræðum við drenginn að það hálfa væri nóg.
Hann fer inná public í “Call of Duty”, nær fínu score-i.. what ever, sér áhugamálið “Call of Duty” á huga, og hann gat tengt þetta tvennt saman, en ekki þú? Og þar af leiðandi sendir hann inn screenshot.
Núna er mér sléttsama um promod, og ert þú lítið að fara að rökræða við mig neitt um það, né um skills í cod, því það eru hlutir sem mér er slétt sama um.
Líka taka það fram, ég er ekki lesblindur, ég gerði mitt besta í að skilja þig, en ég er farinn að hugsa að þú sért bara heimskur. Leyfðu næstu myndum bara að njóta sín í friði hvort sem það er screenshot af cod í promod eða ekki.