Sko tónlistarsagan frá 1950 hefur verið alveg einstaklega formleg. Þetta byrjaði sem blúsrokk og var blúsrokk þar til um 1963-4. Þá varð þetta aðeins hrárra og rokkaðra, Bítlarnir og Stones. Það tímabil varði til ca 68 eða þar til Bob Dylan kom en hann er glamið uppmálað. Rokkurum leist ekki á blikuna og til varð proggið um 1970. Proggið er ógeðslega flókin tónlistarstefna með ógeðslega flóknum lögum. Tull, Kansas, Pink Floyd, Deep Purple og fleiri hljómsveitir. Svo kom andstaða proggsins sem var pönkið og það kom uppúr 1975. Þá komu típískar pönksveitir. Pönkið er hrátt og engan vegin gott tónlistarspil þótt hljómurinn sé geðveikur enda geðveik stefna. Svoooo kom diskóið sem algjör andstaða við pönkið. Mikil ljós og dans og skemmtilegheit. “Mainstream in the mid-1970s to early 1980s.” tekið af wikipedia. Diskóið er talið hafa komið með myndinni saturday night fever. Það varði til ca 1982-1984. Á íslandi mun lengur því á þessum tíma var pönkið að vakna, Bubbi og Megas að gera það gott. Svo jú ég get með fullri alvöru sagt að diskó sé 1985.
Eftir diskóið kemur queen og fleiri hljómsveiti með nýbylgjuna. Queen er samt langt á undan sínum samtíma. Eftir það kemur þungarokkið og svo þetta nýja bítlarokk sem er í dag.