Call of Duty 3 á Nintendo Wii.
Mæli með að áhugasamir lesi greinina hanns jonkorn um Wii.
Til að einfalda þetta strax í byrjun, þá erum við að tala um fulla stjórnun í þrívíðu umhverfi. Fjarstýringin nemur hreyfingar upp, niður, fram, aftur, hægri, vinstri, vagg og veltu, snúning og svo framvegis. Þetta gerir það að verkum að fjöldi takka á fjarstýringunni er í færra lagi, til dæmis enginn analog-takki eins og er á Gamecube, PS2 og Xbox fjarstýringunum. Hans er ekki þörf á Wiimote einni og sér. Þess í stað er komin hreyfiskynjunin, en það má taka það fram að þú þarft ekki að baða út höndunum eins og brjálaður api í sundi til að stjórna leikjum, það eru ranghugmyndir sem margir virðast ekki geta losað úr hausnum á sér. Margir sem hafa prófað Wii hafa sagt að það þarf bara rétt að hreyfa úlnliðinn, Wiimote er það næm.