View on the receiver area of the M 1891-30
Þetta er eina af flottustu byssum sem gerðar hafa verið, þó það sjáist bara hluti af henni.
Lýsing:
Skotfæri:
Hann notar skot af gerðinni 7.62x54mm R sem er yfir hundrað ára gamalt og er enn í notkun. Eru skotin geymd í svona “integral magazine” og það 5 stk. talsins.
Skifting:
Hann er “Bolt-Action” skiftinn eða það sem kallast bolta skiftinn á íslensku sem er ein áreiðanlegasta skifting sem til er.
Lengd:
Riffillin er um 1234 mm á lengd eða fyrir þá sem vita ekki hvað það er mikið í sentimetrum eða metrum þá er það um 123,4 cm eða 1,234 m. En 1666 mm með byssusting sem er svipuð hæð meðal unglings.
Hlaupið:
Hlaupið er af þessum 1234 mm, 730 mm eða um 73 cm og með hlaupvídd auðvitað 7.62 mm.
Þyngd:
Mosin-Nagant riffillinn vóg um 3.8 kg. en með byssusting vóg hann um 4.18 kg. og bætist þar dálítil þyngd við.
Mín reynsla:
Ég hef fengið að prófa finnskann Mosin-Nagant sem er eiginlega eins en ég stefni á það að eignast svona Rússa einhvertímann.
Í lýsingunni er miðað við Mosin-Nagant M1891/30 sem er gerð nr.3 af rifflinum en eru gerðirnar 5 talsins.
Takk fyrir mig og ég vona að þetta verði einhverjum til gagns.