Þetta er MG-42 eða Machingewehr-42. Framleisla á henni hófst, eins og nafnið segir til um, árið 1942. Hún tók þá við hlutverki MG-34 sem þung vélbyssa. Hún hafði þá kosti fram yfir MG-34 að það var ódýrara og fljótlegra að framleiða hana ásamt því að vera ekki nærri því jafn viðkvæm fyrir drullu og sandi, hún skaut líka hraðar (1200-1300 skotum á mín. þ.e. 20-21 á sek.), en því filgdi líka sá galli að hún vildi gjarnan ofhitna en á móti því kom að það var fljótlegt að skipta um hlaup, jafnvel bara 5 sek. Úr henni kom “rífandi” hljóð (vegna skothraðans) sem bandamenn óttuðust. MG-42 er nú framleidd í mörgum löndum undir nafninu MG-3 sem er með minni kúlum(7,62mm) og í sumum löndum í upphaflegri útgáfu.
Tæknilegar upplýsingar:
MG-42 var með 7,92 x 57mm kúlum, hún vó 11,5 kg (með tvífæti, 32 á þrífæti, hún var 122cm löng og þar af var hlaupið 53cm. Hún skaut 1200-1300 skotum á mín. og notaði annarhvort 250 (í kassa) eða 50 (í rúllu) skota skotbelti.