Ég veit ekki hvað ég er búinn að segja þetta oft hér inn á huga en eins og hefur komið fram heitir þessi MG3.
Í kringum 1957 þegar þýski herinn var að leyta sér að vélbyssu fyrir herinn sinn var hin “knáa” MG42 fyrir valinu en henni var breytt til að sambærast NATO vélbyssum þ.e.a.s. í staðinn fyrir gamla 7.92 x 57mm kúluna var hun gerð fyrir 7.62 x 51mm NATO eða cal.308.
Henni var leyft að halda skothraða sínum sem er 1200 skot á mínútu eða 2x hraðar en bandaríska M60 en lítil breyting er á útliti byssunnar eða það að loftkælingin á hlaupinu sem voru nokkur göt í kringum hlaupið er bara eitt, stórt, langt gat á öllum hliðum hlaupsins.
Byssan hélt mestmegnis sömu þyngd sem var svona 11.5 kg. og eins og var sagt er hún enn þá í notkun í dag og er ólíklegt að einhvar byssa komi í stað hennar næstu árin.
Takk fyrir mig.