Ég fékk um daginn að skjóta úr rússnaskum Mosin-Nagant Riffli og það var skemmtilegt. Þyngdin gerði það að verkum að það var ekki mikið bakslag af honum (minna en af haglabyssu með leyrdúfu skotum) og svo var ég með eyrnahlífar þannig að fyrir mig þá virkaði hann ekkert sérstaklega öflufur (út af eyrnhlífum og þyngd munið) en samt var hann það. Ég skaut tveimur skotum úr honum, einu sitjandi með Riffilinn á steini og svo standandi, bæði af ca. 80m færi og það munaði 10-15cm að ég hæfði markið með því að miða bara gegnum járnsigtin. Ég veit ekki hvað hann er þungur en hann notar rússneska/finnska 7.62mm x 53mmR (R þýðir “rimmed” og er kanntur aftast á patrónunni)kúlur og var notaður í WWII og WWI held ég.
Takk aftur fyrir mig.