Gott svar, mikið til í því og þetta er rétt hjá þér, 90% talan er eins og 98% talan, tómt kjaftæði þegar henni er beitt á eitt einstaka tilvik. Eini pínulitli ogguponsu smávægilegi örlitliogguponsuörlitli munurinn er…Það er búið að busta hann.
Hann er bannaður fyrir hack. Þetta er svona eins og að það væri búið að dæma gillz fyrir nauðgun.
Enn er möguleiki á að það hafi verið gerð mistök í réttarkerfinu (í þessu tilviku hjá tzac) en þeir segja að það sé harla ólíklegt og svo veistu hvernig svona virkar, svona forrit banna sjaldnast á bara “einhverju úr lausu lofti”, þó það hafi gerst.
Hræsnin í okkur er semsagt að standa við bakið á okkar manni sé hann sakaður um hack og sýna Braga eitthvað “lame” viðhorf á korki þar sem hann kallar Lazymoo “kvikindi” í fyrstu línu.
Hættu að segja þetta aftur og aftur og aftur. Hræsnin hjá ykkur er það sem ég skrifaði að ofan (nenni ekki að skrifa það aftur).
Ég er líka búinn að segja 2x að ég myndi líklegast bregðast nákvæmlega eins við. Einnig, þar til sakleysi hans er sannað, þá ætti hann að vera í banni. Hann er sem stendur talinn hackari af bestu anti-hack vörninni, eru þeir bara svona uppá flippið að banna fólk?
Þessi korkur var gerður til að fara í taugarnar á okkur(ekki bara Lazymoo greinilega) og við eigum samt ekki að commenta?
Bíddu ha? Semsagt er það núna orðið að persónuárásum að búa til kork þegar einhver er bannaður? Það eru aldeilis fréttir fyrir mér…
Ég beið eftir að einhver myndi stíga niður á það plan að reyna að skjóta á bannið mitt til að discredita það sem ég segi, ég ætla ekki að segja að það hafi verið fyrirsjáanlegt en það var það…Að draga það inní þetta er í besta falli lélegt, bjóst reyndar ekki við að þú yrðir sá sem myndir gera það, en hey, maður greinilega veit aldrei.
Þú villt vita hvað hackið heitir, afhverju? Hverju skiptir það? Ef þeir finna eitthvað í tölvunni sem tengist game-hacki, að sjálfsögðu eiga þeir að banna fyrir það, hvort sem þeir hafa nafnið á því hacki eða ekki.
En aftur segi ég, ég veit ekki hvort hann hackaði eða ekki, en ef tzac segir eftir skoðun á málinu að hann hafi hackað, þá verður áhugavert að sjá hvaða stance superior menn taka í næsta online móti, það
nánast hlakkar í mér yfir þeirri gleði að fylgjast með því. Ef hann afturámóti verður fundinn ó-sekur, semsagt að hann hafi ekki hackað, þá eru það frábærar fregnir enda er samfélagið það lítið að það má ekki við því að efnilegustu playerarnir í því séu bannaðir fyrir hack, það væri mjög slæm þróun.
Bætt við 8. febrúar 2012 - 20:37 Ég btw, for the record, ég tek enga afstöðu til þess hvort ég haldi að hann hafi hackað eða ekki, persónulega er mér alveg slétt sama.