Heyrðu vil bara þakka fyrir mig, góðu og spennandi jólamóti lokið. Vil byrja á að óska Fysgin til hamingju með sigurinn, vel að honum komnir og þeir stóðu fyllilega undir sínu seed-i og sýndu að sérstaklega með dreza innanborðs, eru þeir einfaldlega algjört topp lið.
Einnig vil ég þakka aðstandendum mótsins fyrir að halda mótið, þeir Ingvar og Krissi stóðu sig vel þrátt fyrir að ég hafi persónulega viljað sjá aðeins meiri skipulagningu og fastar ákvarðanir, þá stóðu þeir sig vel undir mikilli pressu og leystu úr vandamálunum þegar þau komu upp, props til þeirra að halda gott mót.
Mig langaði líka að stækka þennan kork aðeins og tala um winner-a mótsins, fail mótsins og svona aðeins að gera mótið upp.
Winner-ar mótsins voru að mínu mati 3 lið:
1. Þrátt fyrir að vinna ekki mótið, þá má með sanni segja að Donjon séu “winnerar” mótsins, enda unnu þeir Superior og þrátt fyrir að fá 7-12 seed, þá enduðu þeir í 4 sæti eftir gríðarlega erfiðan bracket og það verður einfaldlega að segja að vaskleg framganga þeirra í bracketinu earn-i þeim “lið mótsins”
2. Fysgin, þeir tóku riðlana ósigraðir, þrátt fyrir erfiða andstæðinga eins og Upphitað og sýndu þá strax að þeir væru ekki að fara að verða nein pushover. Einnig sýndu þeir mikinn karakter að koma til baka úr LB brackets og vinna mótið í 2 leikjum gegn m3x í úrslitunum. Fyrirfram var ég persónulega búinn að meta þetta þannig að sup myndi vinna, Fysgin myndi taka 2 eða þá að m3x myndi ná uppfyrir þá, en annað kom á daginn, Fysgin steam-rollaði yfir alla nema 1 leik í mótinu og eru lið nr 2 að mínu mati í “liði mótsins”
3. m3x, með seed nr 3-4 og 3 menn sem ekki hafa spilað leikinn actively í 6-9 mánuði var ansi óljóst hvernig ætti eftir að ganga. Eftir 13-11 tap gegn IceAce litu hlutirnir ekki vel út, augljóst að liðið þyrfti að bæta sig mikið sem þeir svo gerðu. 13-2 sigur gegn superior-slayerunum í Donjon og svo 16-13 sigur gegn Fysgin kom þeim í úrslitin á mótinu þar sem þeir biðu þó lægri hlut gegn sterkara liði Fysgin.
Vonbrigði mótsins:
1. Upphitað fóru án þess að tjekka með kóng né prest, earnar þeim “vonbrigði mótsins” titilinn
2. Superior hefði líklega átt að vera að berjast um 1-2 sætið, enda taldi ég þá fyrirfram lang sigurstranglegasta, en ótrúlegt tap gegn Donjon og svo mjög erfitt LB þar sem þeir duttu út gegn eventual sigurvegurum mótsins, Fysgin, útskýrir respectable 3 sætis finish, mætti frekar setja þetta á óheppni mótsins, frekar en vonbrigði mótsins.
Leikmenn mótsins:
1. Bralli: Stundum eiga þeir sem manni hefur ekkert alltaf sinnast vel með skilið MVP og í þetta skiptið er það Bralli. Hann jarðaði superior í LB finals og tók svo annað mappið í úrslitunum, tjahh, on his own. Klárlega machine mótsins og vonandi heldur hann áfram að sýna þetta level af performance
2. Enginn: Enginn go-aði HUGES gegn Superior og virtist all over eiga frábært mót. Hann virtist hafa verið sá sem mestann gæfumun gerði hjá Donjon gegn superior í þeim leik og hér er quality player á ferð. Vonandi heldur hann áfram að bæta sig og keep-a upp þessu classa performance.
3. Drama/ónefndur: Stóð sig frábærlega, keepaði m3x uppi mikið til og tók mikinn þátt í því að koma m3x í úrslitaleikinn enda þurfti að drífa liðið áfram. Vel gert og classy performance eins og búast mætti við.
Þetta “wraps it up” og við sjáumst síðar og þakka fyrir gott mót :D