Ég er 14 ára (verð 15 í október) og er að leita mér að clani til þess að spila með. Ég á heima í Garðabæ og hef spilað í um 1 og hálft til 2 ár. Ég spila mikið á íslenska servernum svo að þið kannist kannski við mig. Ég hef spilað með vel þekktu fólki t.d. Niva og Chewy. Ég var eitt sinn í clani sem heitir H1N1 en nú eru allir meðlimir þess clans (nema ég) farnir að spila Battlefield eða MW2.
Ég veit að ég er ekki besti spilari í heimi en ég stefni á það að bæta mig og kannski eitt stykki clan geti hjálpað mér í því. Ég er á cb og ég er í Egils claninu og heiti ég bjoggisnoggi á cb. Ég er með mic, vent og teamspeak svo að samskipti ættu ekki að vera vandamál. Það gæti verið að þið kannist betur við mig undir nafninu Dienstpflicht. Ég get notað bæði ak-74u og ak-47 en ef þið eruð að leita að sniper er ég ekki sá sem þið eruð að leita að.
Ef þið hafið áhuga á mér endilega addið mér á x-fire. X-fire ið mitt er gudjonn. Ef þið ætlið að tala við mig spyrjið samt fyrst hvort þið séuð að tala við Guðjón(bróðir minn) eða Bjögga því að við notum sama x-fire account. Samt eru 80% líkur að þið lendið á mér frekar en Gauja.
Ég vil samt helst ekki vera í clani með of fullorðnu fólki og ég vil taka það fram að ég hef ekki ótakmarkaðan tíma, ég æfi frjálar og spila á hljóðfæri. Og svo er ég í skóla.

Í von um góðar viðtökur
Gadfly