Ég ignore-aði ekki neitt. Rökræður fela í sér að taka fyrir þá punkta sem varpað er fram, leysa þá og halda svo áfram. Þú átt ekki í samskiptum við fólk án þess að farið sé á eðlilegan máta í gegnum þær samræður áður en næsti punktur er tekinn fyrir. Það væri svipað og eiga í svona samskiptum:
1: Sæll
2: Sæll
1: Hvað segiru þú gott?
2: Leiðinlegt veður núna ..
1: Ehh, já, satt er það. En er annars eitthvað að frétta?
2: Ég þyrfti eiginlega að fara í Bónus á eftir …
1: Já er það? … En hvað er að frétta af þér, konu og börnum?
2: Mikið nenni ég ekki að fara á vinna á eftir.
Ég er ekki að fara að svara fólki sem hunsa allt það sem ég hef til málanna og þær spurningar sem ég legg til - og svara svo því sem þeim dettur í hug að leggja fram. Ég skal hinsvegar svara þér er þetta varðar.
Í fyrsta lagi var þessi stúlka, ekki hann, ekki einu sinni CoD spilari en og hún segir í fyrra svari sínu. Ég veit því ekki hvað hún var að gera hér inni. Mér dettur helst í hug að hún hafi verið að elta uppi “annað efni notanda” á mér, bara til að finna eitthvað til að agnúast yfir.
Og varðandi þetta blessaða “sanna málfrelsi” sem margir vilja halda að sé til einhversstaðar. Nefndu mér einn stað í heiminum þar sem fólk er siðmenntað, býr saman í samfélagi með lögum og reglum, þar sem þú getur sagt það sem þú vilt við þann sem þú vilt, óháð því hvað það er, án þess að það fylgi því einhverskonar afleiðingar. Allsstaðar á umræddum stöðum er einhversskonar ritskoðun til staðar (þú getur prufað þetta með því að fara núna inn á lögreglustöðina, sagt þeim að þeir séu ljótir faggar og fífl og séð hvort þeir brosi framan í þig. Ég mæli þó ekki með því :).
Ritskoðun kemur einnig oftast í formi náttúrulegra afleiðinga, s.s. þú segir einhverjum að hann sé faggi og fífl og hann bókstaflega lemur til þín eða veiti þér einhvers konar refsingu fyrir orðum þínum.
Hugsaðu svo og spáðu í Huga, vefsíða sem er hönnuð til þess að veita fólki ánægju með því að halda til haga áhugamálum þess og gefa þeim vettvang til að ræða áhugamál sín af kappi. Hvað hefur þú á Huga sem er ekki að finna í samfélaginu? Tvo hluti: (1) nafnleynd, (2) algjöra fjarlægð og persónuvernd í gegnum skjáinn. Þessir tveir hlutir gera oft ljúfasta fólk að hrokagikkum og hálvitum í garð annarra. Ef einhver ákveður að byrja að rífa þig í sig getur þú ekkert gert, hvorki í formi náttúrulegra afleiðinga eða á öðru formi. Það eina sem þú getur gert til að forðast áreitið er að fara burtu af áhugamáli sem þú elska vegna þess að sífellt er verið að leggja þig í einelti og verið með áreiti í garð þín. Þetta væri svipað eins og leikskóla þar sem þægu krakkarnir þyrftu að fara heim á meðan ruddarnir stjórnuðu með ofurhendi.
Þess vegna er á Huga ritskoðun, til að vernda fólk gegn því sem það getur, enn sem komið er, ekki verndað sig sjálft gegn (þó má það vel breytast að vissu leyti, eitt af því sem blessuð stúlkan hérna fyrir ofan hafði ekki hundsvit á, enda veit um ekkert um stefnu og/eða framtíð Huga - en flestir hafa nú þegar heyrt af “nýja Huga” sem má skjóta upp kolli sínum fyrr eða síðar). Ritskoðun er afar viðkvæmur grundvöllur þar sem þarf að beita mikilli skynsemi til þess að dansa á línunni milli fasisma í ritskoðun og of lítillar ritskoðunar. Þrátt fyrir mjálmið í henni hér fyrir ofan um að ég sé fasisti í ritskoðun, bendi ég þér og öðrum á þessa skoðanakönnun sem Tyggigummi setti á forsíðuna:
http://www.hugi.is/forsida/skodanir.php?page=view&pollId=137757Þar kemur fram að 49% notenda Huga vilja svipaða ritstjórn og nú er til staðar, 18% meiri ritskoðun, 12 prósent annað og einungis 21% vilja minni ritskoðun. Ég býst við að það séu naglar eins og hún sem vilja helst hafa þetta vettvang skítkasts og almennra ærumeiðinga. Hún vitnar líka í að svona hafi samfélagið aldrei verið, s.s. með heildstæðum og hugulsömum svörum, líkt og það sé eitthvað sem skuli halda til haga? Þýðir það að það eigi ekki að stefna að því að breita því til batnaðar í þá átt? Ég heyri frá fullt af einu sinni öflugum og skemmtilegum hugurum, nú “retired” hugurum sem segja að eina ástæðan fyrir því að þeir fóru frá þessari vefsíðu var vegna þess að skítkastið og leiðindin voru orðin óstjórnarleg - enda algengt í netsamfélagi með eins milla persónuvernd og eins litla ritskoðun og Hugi hefur haft hingað til.
Þetta er ég og stjórnendur síðunnar nú að reyna að bæta og munum halda áfram að reyna að bæta þangað til að fólk getur tjáð skoðanir sínar um áhugamál sín án þess að verða fyrir endalausu skítkasti og leiðindum af hálfu annarra.
Þetta, “allt þetta er afleiðing af Jerico” er bara bull. Þetta er að mestu afleiðing af því að ég varð Ritstjóri, því ég er búinn að vera á þessari síðu nánast síðan hún kom út og hef ég alla tíð vilja sjá hana lifa áfram. Skítkast og ærumeiðingar voru komnar út fyrir allar hellur fyrir mörgum árum og hefur notendabase Huga einnig dregist saman vegna þessa. Já - Hugi gleymdist líka hjá eigendum þess, en margt er nú í alvöru skoðun til tæknilegra breytinga, og eru þær breytingar að mestu komnar frá Vefstjóra - og er ég honum hægri hönd í þeim efnum. Hann skoðar slíkt á meðan ég reyni að taka á vanvirkum samskiptaháttum notenda í garð hvors annars til að draga úr þeim leiðindum sem hafa fælt burt mikið af þeim öflugu notendum sem hér hafa verið, því eftir að þeir verða eldri og þola minna áreiti í formi skítkasts og annarra leiðinda frá óþroskaðri einstaklingum síðunnar, þá verður síðan mun minna aðlaðandi í þeirra augum og láta þeir sig því hverfa.
Málefnið með /cod admins, hvort þeir geri þetta eða hitt er í skoðun og hefur ekkert með samskipti mín við umrædda stúlku að gera. Ég mun taka það mál sérstaklega fyrir og skoða á því alla enda, bæði er varðar hegðun stjórnenda sem og CoD samfélagsins í garð þessara stjórnenda. Þetta mun ég gera “óháð”, s.s. ég mun dæma einungis út frá rökum í málinu, ekki út frá klíkuskap. Þessu getið þið treyst með öllu, enda held ég að ég sé búinn að sýna CoD samfélaginu sanngirni mína og löngun til að vernda annars þetta öfluga áhugamál.
Kv,
Ritstjóri